Þjálfari Colman og Lawrence segir frá

Jennifer Lawrence og Olivia Colman eru með sama þjálfarann.
Jennifer Lawrence og Olivia Colman eru með sama þjálfarann. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonurnar Olivia Colman og Jennifer Lawrence eru með sama líkamsræktarþjálfarann, Dalton Wong. Wong greindi frá því í viðtali við Women's Health hvernig leikkonurnar þjálfuðu líkama sinn með bara 15 mínútna langri æfingu. 

Wong segir að æfingin sem hægt er að gera heima hjá sér á meðan maturinn er í ofninum vinni að því að móta langa og vel tónaða vöðva. Segir hann til að byrja með hægt að nota sína eigin líkamsþyngd en seinna meir sé hægt að bæta við teygju. 

Hér má sjá æfingu sem Jennifer Lawrence gerir. Wong mælir með að nota litlar mottur til að renna á gólfinu. 

1. Afturstig og lyfta hnénu upp að brjósti og faðma það – ein mínúta hvor fótur samtals tvær mínútur. 

2. Fjallaklifrarinn – ein mínúta. Litlar æfingamottur undir tám og líkaminn í armbeygjustöðu, hnjám er síðan rennt til skiptis upp að brjósti. 

Jennifer Lawrence er í góðu formi.
Jennifer Lawrence er í góðu formi. mbl.is/AFP

3. Renna fætinum til hliðar – ein mínúta hvor fótur, samtals tvær mínútur. Gott er að byrja jafnfætis og færa þungann yfir á stöðufótinn sem fer í hnébeygjustöðu á meðan hinum fætinum er rennt út til hliðar á lítilli mottu. 

4. Fjallaklifrarinn upp að olnbogum – ein mínúta. Sama æfing og áðan nema nú er reynt að draga fætur í átt að olnbogum og eyrum og mottur undir fótum. 

5. Afturstig – ein mínúta hvor fótur, samtals tvær mínútur. Wong mælir með að stíga vel aftur og á ská líkt og fólk væri að sé að hneigja sig djúpt. 

6. Bakæfingar – ein mínúta. Legið er á maganum en markmiðið er að renna höndum á litlu mottunum frá brjóstum og fram fyrir höfuð og aftur til baka. 

7. Armbeygjur – ein mínúta. Settu motturnar undir hendur til þess að gera æfingarnar krefjandi. 

8. Mjaðmalyftur – ein mínúta. Mottur undir fótum, notaðu síðan hendur og fætur til að lyfta þér upp í öfuga borðstellingu. Lækkaðu svo mjaðmirnar og hækkaðu aftur. 

9. Handahringir – 30 sekúndur hvor hendi, samtals ein mínúta. Með lófa á mottum og líkamann í armbeygjustellingu á hnjám. Teygðu aðra höndina fram og teiknaðu litla hringi í þykjustunni með mottunni á gólfið. 

10. Fótaréttur úr brú – 30 sekúndur hvor fótur, ein mínúta samtals. Fólk lyftir sér upp í hálfa brú með mottur undir fótum. Rennir svo einum fæti fram í einu og dregur hann aftur til baka. 

11. Magaæfing í V-stellingu – ein mínúta. Fólk situr á rassinum með hendur á mottum fyrir aftan bak. Því næst skal strekkja hnén fyrir framan höfuð þannig að líkaminn myndi eins konar V. Hendur renna sömuleiðis lengra aftur á bak áður en fætur og hendur eru dregnar að líkamanum í byrjunarstöðu. 

Jennifer Lawrence.
Jennifer Lawrence. mbl.is/AFP



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál