Geggjuð ráð til að losna við ketó flensuna

Ertu byrjuð á ketó?
Ertu byrjuð á ketó? mbl.is/Thinkstockphotos

Ketó er á allra vörum þessi misserin. Margir búnir að prófa, aðrir að spá í að prófa, sumir með, aðrir á móti. Hver sem skoðun okkar er á ketó mataræðinu er ljóst að það er mikil breyting fyrir flesta og ýmislegt sem þarf að huga að áður en hafist er handa. Á vef Heilsu má sjá ráð fyrir þá sem eru með ketó flensuna: 

Ketó flensan

Margir lenda í því á fyrstu vikum ketó mataræðis að fá svokallað ketó „flensu“. Orkuleysi, vanlíðan og jafnvel höfuðverkir gera vart við sig og margir gefast upp áður en þetta gengur yfir. Það er þó hægt að hjálpa líkamanum yfir þennan hjalla og draga úr eða koma í veg fyrir þessi einkenni með því að passa að næra sig rétt og nota réttu bætiefnin.

Vökvatap

Þegar fólk byrjar á ketó mataræði léttist það oft mjög hratt fyrstu vikurnar. Mikið af þessari vigt er vökvatap. Ketó mataræði er vatnslosandi og með vatninu skolast út steinefni sem eru mikilvæg fyrir vökvajafnvægi, orkuframleiðslu og fleira. Hér er helst um að ræða steinefnin natríum, kalíum, magnesíum og kalk. Þó að of mikið natríum (finnst í salti) sé ekki gott fyrir okkur þá þurfum við samt nóg til að líkaminn geti starfað rétt. Ef mikil hreyfing er svo stunduð á sama tíma eykst vökvatapið enn frekar þegar fólk svitnar reglulega sem eykur enn á þörfina fyrir að bæta upp steinefnatapið. Það er nefnilega skortur á þessum steinefnum sem getur valdið ketó flensunni.

Hvað er hægt að gera?

Fyrst og fremst er mikilvægt að lesa sér vel til um ketó mataræði og spá í hvaðan næringin kemur og hvað þarf að borða til að tryggja að við fáum öll nauðsynleg næringarefni. Margir gera þau mistök að borða ekki nóg af grænu grænmeti á ketó en það er mjög mikilvæg uppspretta vítamína og steinefna sem má ekki gleymast. Allt grænt laufgrænmeti inniheldur t.a.m. lítið af kolvetnum (og kaloríum) og mjög mikið af næringarefnum s.s. steinefnunum góðu. Grænkál, spínat, klettakál og annað kál eru allt góðir kostir.

Auðvitað er mikilvægt að drekka nóg af vatni og svo er gott að salta matinn hóflega með góðu sjávarsalti eða himalayasalti til að fylla á steinefnatankinn.

Þarf að taka inn bætiefni?

Um þetta má auðvitað deila. Ef þú rýnir mjög vel í mataræðið og passar að setja það 100% rétt saman er ekkert víst að þú þurfir bætiefni. Þau geta samt verið mjög gagnleg, sérstaklega fyrst um sinn til að hjálpa líkamanum með vökva- og steinefnajafnvægið. Það getur verið mjög sniðugt að taka t.d. NUUN-freyðitöflurnar daglega en þær innihalda þessi steinefni sem ég talaði um áðan. Þær eru sérstaklega hannaðar til að styðja við vökva- og steinefnajafnvægi. Þær henta jafnt íþróttafólki sem öðrum en fólk sem hreyfir sig og svitnar mikið ætti að huga sérstaklega að þessu. Þá er gott að leysa eina NUUN upp í vatni og drekka yfir æfinguna eða eftir hana.

Að auki getur verið sniðugt að taka líka daglegan skammt af magnesíum eða blöndu af magnesíum og kalki. Magnesíum-sítrat frá Solaray er góður kostur því auk þess að hjálpa til með vökvajafnvægið getur það bætt svefninn. Magnesíum getur líka komið í veg fyrir hægðatregðu sem margir lenda í á meðan líkaminn aðlagast ketó fæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál