5 góð ráð fyrir meltinguna

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

#1 - GÓÐGERLAR

Taktu inn góðgerla, ef þú ert ekki þegar að gera það. Góðgerlar (probiotics) eru örverur sem stuðla að betra jafnvægi í örveruflóru þarmanna. Þeir hafa margþætt áhrif meðal annars á niðurbrot fæðunnar og upptöku hennar fyrir líkamann. Skoðaðu þetta skemmtilega myndband til að skilja betur virkni þeirra.

Í greinum í læknatímaritum er fjallað um þann ávinning sem líkaminn hlýtur af notkun góðgerla og rannsóknir hafa sýnt að:

  • Þeir koma jafnvægi á örveruflóru þarmanna.
  • Þeir geta stuðlað að betri heilastarfsemi, því það er bein tengingin frá þörmum upp í heila í gegnum Vagus taugina. 
  • Þeir hafa áhrif til lækkunar bæði á slæma kólesterólið og háþrýsting. 
  • Þeir koma jafnvægi á ýmsar meltingatruflanir.

Með því að smella á þennan hlekk ferðu inn á myndband sem skýrir vel hvaða áhrif góðgerlar hafa í þörmum okkar.

#2 – MELTINGAHVATAR

Eftir fertugt dregur úr framleiðslu á meltingarhvötum í maga okkar flestra. Því er gott að taka meltingarhvata eins og Digest Ultimate frá NOW inn fyrir hverja máltíð um páskana. Ég tek þá reyndar að staðaldri og hef fundið mikinn mun á meltingunni. Í Digest Ultimate er meðal annars að finna ýmsa hvata sem hjálpa til við niðurbrot fæðunnar strax í maganum, sem getur skipt miklu máli fyrir frekari meltingu og upptöku fæðunnar í smáþörmunum.

#3 – DREKKTU VATN

Vatn er svo ótrúlega mikilvægt fyrir líkamann og fæstir drekka nægilega mikið af því dag hvern. Best er að drekka vatnið ekki alveg ískalt, heldur við stofuhita, því þá þarf líkaminn ekki að hita það upp í 37°C og sparar sér því orku við það.

Ef þú ert með tíða bakverki og hugsanlega einhver nýrnavandamál er gott að sjóða vatnið og kæla það svo, áður en það er drukkið. Það hefur reynst mér sérstaklega vel. Einnig er gott að drekka ekki vatn með mat – heldur aðeins fyrir eða eftir matinn.

Vatn hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni. Það er líka orkuaukandi, því það er rafmagn í líkamanum sem þarf leiðni til að senda orkuboð sín áfram og leiðnin kemur úr vatninu.

#4 – REGLULEG HÆGÐALOSUN

Þetta er stóra málið í lífi okkar allra. Þegar við höfum hægðir erum við að losa úrgang úr líkama okkar. Ef við höfum þær ekki reglulega erum við að safna upp skít í líkamanum, sem getur leitt til skaða og skemmda á líffærum hans.

Í kínverskri læknisfræði er talað um að við ættum helst að losa líkamann við úrgang eftir hverja máltíð, því þegar eitthvað fer inn í meltingarörið, ætti eitthvað að fara út úr því líka.

Tími ristilsins samkvæmt kínverskri læknisfræði er frá klukkan 5:00 til 7:00 á morgnana og því er eðlilegt að við tæmum hann með hægðalosun á innan við klukkustund frá því við vöknum – og svo helst 2svar eftir það yfir daginn.

#5 – ÖRVAÐU LOSUNINA

Ef þú ert með harðlífi eða losar þig ekki daglega við úrgang, prófaðu þá að taka inn Castor Oil hylkin frá NOW. Þetta eru laxerolíuhylki sem stuðla að reglulegri losun auk þess sem laxerolían, sem er afar græðandi, hefur góð áhrif á slímhúð meltingarvegarins og styrkir hana.

Ég treysti því að þessi ráð hjálpi þér að eiga ánægjulegt páskafrí, því það er fátt leiðinlegra en að vera með krampaverki í kviðarholinu eða þjást af harðlífi á dögum sem eiga að vera góðir frídagar.

mbl.is

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

18:33 Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

16:00 Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

13:00 „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

10:00 Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

05:00 Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

í gær Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

í gær Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

í gær Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

í gær Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

í gær Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

í gær Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

í fyrradag Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »

10 atriði sem þú gætir átt von á án sykurs

19.5. Þú færð sterkara ónæmiskerfi, missir þyngd og sefur betur án sykurs. Þú gætir viljað nota minna af snyrtivörum og hafir meira úr að spila með breyttu matarræði. Meira »

Hnetuskrúbbur Kylie gerir allt vitlaust

19.5. Skrúbbur úr nýjustu snyrtivörulínu Kylie Jenner hefur vakið mikla athygli, en hann inniheldur valhnetur sem sagðar eru rífa upp húðina og valda smáum sárum á húðinni. Meira »

Getur farið framúr sér við skipulaggningu

18.5. María Ósk Stefánsdóttir gekk í hjónaband með Emil Atla Ellegaard hinn 11. ágúst 2018. Hún er með menntun í sálfræði og starfar á snyrtistofunni Hár & dekur. Meira »

Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn

18.5. Slæður og klútar geta gert mikið fyrir hin hversdagslegu föt og geta varið mann fyrir sterku sólarljósi. Ömmu-stíllinn kemur sterkur inn í sumar. Meira »

Hvaða andlitslyfting er best?

18.5. „Ég hef verið að sjá alls konar meðferðir í boði sem segjast gefa andlitslyftingu og strekkja á húð (kjálkalínu, hálsi, kinnum osfrv). Hvað þarf að hafa í huga fyrir svona aðgerðir? Hvaða aukaverkanir eru algengastar? Er sjálf 31 og að íhuga þetta, en veit ekki hvað á best við fyrir minn aldur, og auðvitað, hvað er áhættuminnst.“ Meira »

Þetta ætlar Díana Omel að gera í kvöld

18.5. Þúsundþjalasmiðurinn og fjöllistakonan Díana Omel er rosalegur Eurovision-aðdáandi. Hún elskar búningana, menningarheimana og að eigin sögn, þetta snarruglaða „show“ sem er í kring um þessa margrómuðu (og ekki) keppni. Meira »

Sjálfsfróun er eðlilegur hluti af lífinu

18.5. Íris Stefanía var í grunnskóla þegar hún áttaði sig á að sjálfsfróun væri eitthvað sem konur skömmuðust sín fyrir. Síðan þá hefur hún reynt að opna umræðuna með hinum ýmsu leiðum. Meira »