„Ég var feit sem barn“

Radhi Devlukia Shetty var óviss um í hverju hún var …
Radhi Devlukia Shetty var óviss um í hverju hún var góð. Hún þykir frábær kokkur og borðar einungis mat úr plönturíkinu.

Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. 

Það sem er áhugavert við Radhi er að hún á mikla sögu að baki. Hún mælir með að fólk upplifi lífið og leyfi öllum tilfinningum sem koma upp að flæða fram og alls ekki ýta þeim niður. 

„Ég var feit sem barn. Ég var hamingjusöm en vissi alltaf að ég var öðruvísi en fjölskyldan mín eða fólkið sem ég umgekkst. Mamma var alltaf í mjög góðu formi og tók mig með í æfingatíma. Ég sá muninn á okkur, þegar ég bar mig saman við hana og aðra í fjölskyldunni.“

Hugleiðsla og sjálfsást er grunnurinn að því sem hún mælir með að fólk geri daglega. Hún er gift Jay Shetty sem var munkur og er nú þekktur víða um heiminn fyrir falleg störf sín. 

„Shetty hefur kennt mér að vera betri við mig. Ég var og er allt of dómhörð við mig og lærði þessa mýkt og fegurð í gegnum hann. Ef við dæmum okkur hart þá dæmum við aðra líka hart. Það hjálpar okkur ekki í lífinu. Ég er enn þá of dómhörð en reyni betur á hverjum degi.“

Hún er á því að veröldin vilji öllum vel, en stundum sé nauðsynlegt að læra af hlutunum. Hún hefur efast um sjálfan sig lengi, en reynir nú daglega að gefa frá sér meðal annars með að elda góðan og girnilegan mat úr plönturíkinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál