Áhrifavaldar geta haft skaðleg áhrif

Áhrifavaldar á heilsusviðinu voru ekki alltaf með sitt á hreinu …
Áhrifavaldar á heilsusviðinu voru ekki alltaf með sitt á hreinu í rannsókninni. mbl.is/Thinkstockphotos

Varast skal að fara eftir heilsuráðum frá svokölluðum áhrifavöldum ef fólk vill grennast ef marka má rannsókn sem háskólinn í Glasgow stóð að. Rannsóknin var gerð á vinsælum breskum áhrifavöldum. Skoðað var hversu trúðverðug grenningarráð voru að því kemur fram á vef Independent

Voru áhrifavaldarnir sem skoðaðir voru með yfir 80 þúsund fylgjendur, tvær samfélagsmiðlasíður og blogguðu um þyngdarstjórnun. 

„Við komumst að því að flest af þessum bloggum var ekki hægt að telja trúverðugar heimildir þegar kom að upplýsingum um þyngdarstjórnun þar sem þær sýndu oft skoðanir eins og staðreyndir og uppfylltu ekki næringarskilyrði í Bretlandi,“ sagði aðalrannsakandinn og segir bloggin geta haft skaðleg áhrif á fólk þar sem áhrifavaldarnir ná til margra. 

Níu blogg voru skoðuð og uppfylltu átta ekki skilyrðin sem sett voru. Aðeins var einn aðili með gráðu í næringarfræði sem stóðst prófið. Þurftu áhrifavaldarnir að ná yfir 70 prósent í öllum flokkum en meðal annars var gegnsæi, áreiðanleiki og næringargildi skoðað. Flestir áhrifavaldarnir féllu í flestum flokkum og fimm sýndu skoðun sem staðreynd eða vísuðu ekki í heimildir. 

Áhrirfavaldar ná til fjölda fólks og mikilvægt að þeir veiti …
Áhrirfavaldar ná til fjölda fólks og mikilvægt að þeir veiti góðar upplýsingar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál