Komdu þér í leikfimisgírinn eftir átið

Anna Eiríksdóttir gefur lesendum góð ráð þegar kemur að hreyfingu …
Anna Eiríksdóttir gefur lesendum góð ráð þegar kemur að hreyfingu og hraustleika. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikfimisdrottningin Anna Eiríksdóttir er komin á fullt eftir páskafríið og gefur lesendum góð ráð til að hrista af sér páskaeggjaátið. 

„Vonandi eru allir búnir að hafa það frábært yfir páskana. Eftir svona gott frí er nauðsynlegt að koma sér aftur í gírinn og byrja að hreyfa sig reglulega aftur og taka mataræðið föstum tökum. Þetta myndband gefur þér hugmynd að frábærri HIIT-æfingu (High Intensity Interval Training) sem keyrir púlsinn vel upp og myndar góðan eftirbruna. Þú gerir hverja æfingu af fullum krafti í 45 sekúndur, hvílir í 15 sekúndur og rúllar í gegnum þetta 5 umferðir. Stutt en hörkugóð æfing sem er hægt að gera hvar sem er,“ segir Anna í sínum nýjasta pistli á Smartlandi en hægt er að nálgast fleiri æfingar á www.annaeiriks.is. 

mbl.is