Léttist um 8 kíló án þess að fara í ræktina

Þórey Gunnarsdóttir breytti mataræði sínu.
Þórey Gunnarsdóttir breytti mataræði sínu.

Snyrtifræðingurinn og áhrifavaldurinn, Þórey Gunnarsdóttir, kom sér í betra form í byrjun ársins með með því að taka til í mataræði sínu. Hún skráði sig á crossfit-námskeið samhliða því en hætti því ræktin jók kvíðann. Nú er hún um átta kílóum léttari og fer valhoppandi inn í sumarið því 1. júní ætlar hún að ganga í hjónaband með stóru ástinni sinni, Andra Geir Jónassyni. 

Þórey er alls ekki hinn týpíski áhrifavaldur og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Hún kaus að setja heiðarleikann í forgrunn og vera ekkert að þykjast vera eitthvað annað en hún er. Þegar Þórey er spurð að því hvernig það hafi gerst að hún hafi opnað líf sitt á samfélagsmiðlum segir hún að það hafi gerst óvart. 

„Þetta byrjaði nú eiginlega bara óvart. Ég var hreinlega hvött til þess að opna snappið mitt og ég er svo áhrifagjörn að ég gerði það bara,“ segir hún og hlær.

Aðspurð að því hvað það hafi gefið henni að opna inn í sína tilveru segist hún hafa kynnst mikið af frábæru fólki.

„Það hefur gefið mér ótrúlega mikið af jákvæðni, ég er með frábæra fylgjendur. Ég er ekki með neina hatara svo ég viti. En það kannski fylgir því að ég er ekki með mikið af mjög ungum fylgjendum enda er ég líklega með þeim eldri í þessum „bransa“. En ég hef verið mjög hrein og bein og laus við alla þessa „glansmynd“ eins og svo margir tala um. Ég deili því sem ég vil deila og það frábæra við þetta er þegar ég get hjálpað öðrum. Ég hef til dæmis opnað mig um kvíðann sem er að hrjá mig og fengið mikil viðbrögð við því. Þar á meðal skilaboð frá fylgjendum sem ég hef hvatt til að leita sér hjálpar og þess háttar. Að maður geti hjálpað einni manneskju er nóg,“ segir Þórey. 

Þórey Gunnarsdóttir er búin að létta sig um átta kíló.
Þórey Gunnarsdóttir er búin að létta sig um átta kíló.

Fylgjendur Þóreyjar hafa fylgst grannt með baráttu hennar við að lifa heilsusamlegra lífi en það hefur oft gengið vel en líka oft á afturfótunum. Í janúar komst heilsusamlegi lífsstíllinn upp á næsta stig og nú er hún átta kílóum léttari. 

„Í janúar varð algjör hugarfarsbreyting. Ég fór í fyrsta skiptið ekki í neitt átak eða megrun eins og svo oft áður heldur fór ég bara að borða minna af öllu. Ég leyfi mér allt en það bara gerðist eitthvað nýtt hjá mér sem ég tel algjörlega vera hugarfarið var rétt í þetta skiptið,“ segir hún. 

-Hvað varð til þess að þú ákvaðst að taka þig taki?

„Eins og svo margir þá borðaði ég auðvitað yfir mig af Quality Street um jólin og í byrjun janúar fékk ég ógeð á öllu þessu sukki. En mig langaði hreinlega bara til að hugsa betur um sjálfan mig og líkamann minn.“ 

-Varstu búin að reyna mikið að léttast?

„Ég var alltaf mjög fit sem krakki, æfði fimleika og samkvæmisdansa og fór svo að stunda líkamsrækt þegar ég var í framhaldsskóla. Árið 2008 byrjaði ég að þyngjast og hef tæknilega séð verið of þung síðan þá. Það má eiginlega segja að ég hafi verið algert jójó í þessi 11-12 ár. Ég náði kannski að grennast en bætti alltaf á mig aftur,“ segir hún.

-Hver var stærsta breytingin sem þú gerðir?

„Skammtastærðir!!! Og drekka meira vatn og borða ávexti og grænmeti á hverjum degi. Og ég leyfi mér ekki að kaupa nammi í sjoppunni í vinnunni, þannig næ ég að halda sykurdjöflinum í betra jafnvægi held ég.“

Samhliða minnkandi sælgætisáti skráði Þórey sig á grunnnámskeið í crossfit en hætti áður en hún dó úr leiðindum. 

„Mér fannst þetta bara ömurlegasta líkamsrækt sem ég hef á ævi minni prófað. Ég píndi mig að mæta í nokkur skipti og kláraði svo ekki einu sinni grunnnámskeiðið. Þetta var ekki að veita mér neina andlega ánægju, ég fann kvíðann minn blossa upp og mér kveið fyrir hverri einustu æfingu. Ég var svo innilega að vona að mér ætti eftir að finnast þetta geggjað og myndi komast í toppform og fá algjöra bakteríu fyrir þessu eins og mer finnst svo margir vera með. En nei takk, þetta er ekki fyrir mig. Og ég hef bara ekkert mætt á neinar æfingar síðan þarna í janúar,“ segir hún. 

Þegar Þórey er spurð að því hvað hafi verið erfiðast við að léttast segir hún að þetta sé bara alls ekkert búið að vera erfitt.

„Þetta bara gerðist,“ segir hún alsæl. 

-Hvernig leið þér þegar kílóin fóru að fjúka burt?

„Auðvitað fór mér að líða betur, en mér leið alls ekkert illa þarna í janúar, var brjálæðislega hamingjusöm nýtrúlofuð kona. En eins og ég talaði um á Instagram þá er það er aldrei verra að elska sig meira í dag en maður gerði í gær.“

Þegar Þórey er spurð að því hvert lífsstílsbreytingin tengist eitthvað komandi brúðkaupi hennar og unnustans neitar hún því ekkert.

„Já ætli það ekki bara, ég var samt ekkert bjartsýn á að ná að gera einhverjar gloríur með líkamann minn þar sem við plönuðum brúðkaup með 5 mánuði til stefnu.“

Þórey og Andri Geir ætla að ganga í hjónaband í Hafnarfjarðarkirkju 1. júní. Þau kynntust í gegnum facebook, sem Þórey segir að sé sjúklega vandræðalegt. Það þýðir víst lítið að spá í því enda skilaði facebook þeim nánast upp að altarinu. Nú er komið nett brúðkaupsstress í hana en undirbúningur hefur staðið yfir frá áramótum. 

„Ég er farin að gangast undir viðurnefninu „Bridezilla“, segir hún og hlær. 

-Hefur það alltaf verið draumurinn að ganga í hjónaband í risastórum prinsessukjól?

„Þegar ég kynntust Andra tilvonandi eiginmanni mínum vissi ég mjög fljótt að þetta væri maðurinn sem ég vildi giftast. En að vera í prinsessukjól er alls ekki fyrir mig. En draumur minn var þó að gifta mig í kirkju.“

-Hvernig verður veislan?

„Vonandi sjúklega skemmtileg! Mín brúðkaupsmartröð er að halda leiðinlega veislu! En veislan verður haldin í Sjónarhóli í Kaplakrika. Ég er búin að kaupa allar skreytingar sjálf að utan, búin að panta myndakassa, það verður svo kokkur sem græjar allan matinn. Ég og vinkonur mínar munum hugsanlega baka brúðartertuna og svo á bara eftir að kaupa nammið í nammibarinn og vökvann til að renna matnum niður með og já eigum eftir að kaupa hringana.“

Tilvonandi hjónin fluttu nýlega á Reykjanesið eftir að hafa verið búsett í Hafnarfirði í nokkur ár.

„Við fluttum í Ytri-Njarðvík í nóvember í fyrra og elskum að vera hérna. Við gátum eignast drauma einbýlishús hér sem við hefðum aldrei getað gert í bænum. Krakkarnir blómstra hér og við gætum ekki verið ánægðari með að flytja aðeins út fyrir höfuðborgina,“ segir Þórey. Sumarið leggst vel í hana en eftir brúðkaupið langar fjölskylduna að fá sér hund og fara í útilegur með vinum og fjölskyldu. 

-Og hvert liggur leiðin?

„Ég ætla bara að halda áfram að vera ég, halda áfram að hugsa vel um sjálfan mig. Gera það sem veitir mér gleði og ánægju og forðast það sem dregur mig niður,“ segir þessi duglega kjarnakona sem lætur fátt stoppa sig. 

Tilvonandi hjónin með börnin sín.
Tilvonandi hjónin með börnin sín.
mbl.is

Hönnuðurinn sem allir elska að stæla flytur

16:01 Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður hefur sett íbúð sína við Blönduhlíð á sölu. Ingibjörg Hanna hannaði krummann sem sló í gegn þegar hann kom á markað og prýðir hann fjölmörg heimili landsmanna. Meira »

„Orðin háð kynlífi og hef ekki stjórn“

12:10 „Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur. Svo virðist sem ég sé orðin háð kynlífi. Það er eins og ég hafi enga stjórn á mér og geti ekki stoppað mig í að fara út sum kvöld (næstum öll kvöld vikunnar) á bari eða skemmtistaði.“ Meira »

Fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi

11:00 Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum. Núna er hún fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. Meira »

„Að burðast með gömul áföll“

10:00 Dr. Sigríður Björk Þormar er einn helsti sérfræðingur landsins í áföllum. Hún heldur námskeið í dag um áföll og afleiðingar þeirra þar sem hún m.a. kennir leiðir til þrautseigju. Meira »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

í gær Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

í gær Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

í gær Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

21.5. Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

21.5. „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

21.5. Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »