Það sem fylgir því að æfa með stór brjóst

Ashley Graham er stærri en margar fyrirsætur en ekki síður …
Ashley Graham er stærri en margar fyrirsætur en ekki síður vinsæl. mbl.is/AFP

Það getur haft sína kosti sem og ókosti að vera með stór brjóst eins og ofurfyrirsætan Ashley Graham þekkir. Hin 31 árs gamla yfirstærðarfyrirsæta birti á dögunum myndband af sér í ræktinni þar sem brjóstin voru aðeins að flækjast fyrir henni. 

Á myndbandinu sést Graham gera rassæfingu þar sem hún fer upp í brú og lyftir höndum upp fyrir höfuð. Segir hún að hún hafi aldrei látið líkama sinn koma í veg fyrir að æfa. Hvort sem það eru brjóst, rass eða magi, ekkert stoppar hana þegar kemur að því að huga að heilsunni. 

„Venjulegt, þegar brjóst og haka mætast. Mjög venjulegt,“ segir Graham í myndbandinu og kannast margar konur við þessa snertingu á æfingum. Æfingafélagi eða þjálfari Graham virðist hins vegar með minni brjóst. Að minnsta kosti kannast hún ekki við tilfinninguna og segir Graham við hana að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, Graham þurfi þess hins vegar. 

Ashley Graham.
Ashley Graham. mbl.is/AFP
mbl.is