Húðráð fyrir ræktarskvísur

Ef þú ferð oft í ræktina ættirðu að kíkja á …
Ef þú ferð oft í ræktina ættirðu að kíkja á þessi ráð. Pexels

Líkamsrækt hefur góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu okkar. En hvað með húðina okkar, hefur hún gott af öllum þessum svita og óhreinindum sem geta leynst í ræktinni?

Ef þú leggur leið þína reglulega í líkamsrækt eða crossfit-stöð hefur þú mögulega tekið eftir því að þar er fullt af sveittu fólki sem deilir sömu tækjunum, án þess að þau séu sótthreinsuð á milli. Á flestum æfingum þarf maður að snerta lóð eða líkamsræktartæki sem aðrir nota. Oftar en ekki snertir maður svo andlitið eftir á. Ef þú vilt reyna að halda húðinni góðri, eða ert sérstaklega viðkvæm skaltu reyna að fylgja þessum ráðum þegar þú ferð í ræktinni.

Slepptu því að mæta með farða ef þú getur

Ef þú ætlar að svitna mikið er lang best að gera það með hreint andlit. Svitaholurnar opnast þegar við tökum á því og við viljum ekki að farðinn fari inn í svitaholurnar. Húðin þarf að geta andað á meðan þú æfir. Ef þú ferð í ræktina beint eftir vinnu og ert með farða á þér, mælum við með að þú notir farða sem sest ekki í svitaholurnar. Það er einnig gott að þrífa húðina sérstaklega vel eftir að þú ferð máluð í ræktina. 

Þvoðu þér í framan eftir æfingu

Hvort sem þú ferð máluð á æfingu eða ekki, þá er mjög mikilvægt að þrífa húðina eftir á til að hreinsa burt öll óhreinindi. 

Maður þarf að deila lóðum og öðrum búnaði með öðrum …
Maður þarf að deila lóðum og öðrum búnaði með öðrum í ræktinni. Pexels

Settu tóner í æfingatöskuna

Góð leið til að þrífa húðina fljótlega eftir æfingu er að vera með tóner í æfingatöskunni. Tóner, með salicylic sýru er góð leið til að fjarlægja öll óhreinindi og olíur sem safnast saman á húðinni á meðan æfingu stendur. Ráðfærðu þig samt fyrst við húðsérfræðing um að nota sýrur á andlitið ef þú ert með viðkvæma húð.

Notaðu þitt eigið svita-handklæði

Margar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á lítil handklæði sem iðkendur geta notað á meðan æfingu stendur. Ef þú vilt nota svoleiðis handklæði mælum við með að koma með þitt eigið, svo þú vitir hvenær það var þrifið síðast og hvaða efni voru notuð í þvottinum. Best er að þvo handklæðið eftir hverja notkun. 

Haltu hárinu frá andlitinu

Ef þú ert með sítt hár, er best fyrir húðina að halda því frá andlitinu. Þá kemur þú í veg fyrir að olía úr hárinu eða efni sem þú notar í hárið fari í svitaholurnar. 

Forðastu að snerta andlitið

Eins og áður hefur komið fram eru líkamsræktarstöðvar fullar af sveittu fólki, það ætti því að vera rökrétt að reyna að snerta andlitið sem sjaldnast á meðan æfingu stendur. Það er líka sniðugt að þvo sér um hendurnar þegar maður klárar æfingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál