„Að burðast með gömul áföll“

Áföll geta haft mikil áhrif á lífsgæði fólks. Hrunið var ...
Áföll geta haft mikil áhrif á lífsgæði fólks. Hrunið var t.d. ákveðin lífshætta því þar var fjárhagslegu öryggi og þar með afkomu margra stefnt í hættu að mati Sigríðar. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Dr. Sigríður Björk Þormar hefur mikla reynslu af áfallavinnu í alls konar birtingamyndum. Hún er upphaflega hjúkrunarfræðingur að mennt og vann á bráðamóttöku til nokkurra ára. Sú reynsla leiddi hana í ýmis verkefni tengd hamförum hjá Alþjóða Rauða krossinum og að lokum inn í klínískt meistaranám í sálfræði sem hún lauk með doktorsgráðu í áfallasálfræði frá Háskólasjúkrahúsinu í Amsterdam.

Í dag stendur hún fyrir námskeiði sem ber heitið: Áföll og afleiðingar þeirra - leiðir til þrautseigju. Námskeiðið verður haldið í Heilsuvernd í Kópavogi. 

Hvað muntu fjalla um á námskeiðinu?

„Námskeiðið snýst um hvernig hugsanir okkar, oft frá barnæsku, móta viðhorf okkar til erfiðrar reynslu og verða oft til að festa okkur í óhjálplegu hugsanamynstri eða það sem sumir kalla þráhyggju. Á námskeiðinu fer ég því yfir leiðir til að hafa áhrif á þennan hugsanahátt, losa um þráhyggju, skoða ástæður þess að sumir atburðir hafa meiri áhrif en aðrir eða hvers vegna ein manneskja sýnir viðbrögð og önnur ekki, við sama atburði. Margir halda líka að þrautseigja sé meðfædd og uppeldisleg og það er rétt að hluta en það er einnig ýmislegt sem hægt er að gera til að byggja upp þrautseigju. Ég fer því vel yfir það, gef fólki haldbær verkfæri sem það getur notað til að byrja að vinna sig út úr erfiðum hugsunum og koma lífi sínu í betri farveg.“

Dr. Sigríður Björk Þormar hefur mikla reynslu af áfallavinnu í ...
Dr. Sigríður Björk Þormar hefur mikla reynslu af áfallavinnu í alls konar birtingarmyndum. Ljósmynd/Aðsend

Hún segir námskeiðið fyrir alla sem áhuga hafa á áföllum. „Oft kemur fólk sem er að burðast með gömul áföll og skilur illa hvers vegna erfitt reynist að sleppa takinu á þeim. Einnig kemur fólk sem hefur nýlega lent í erfiðri reynslu og vantar skilning og jafnvel einhvern stuðning til úrvinnslu. Þá er þetta ágætt fyrsta skref til að opna fyrir þá leið. Síðan koma fagaðilar eins og félagsráðgjafar sem vinna gjarnan með fólki sem er eða hefur gengið í gegnum erfiða reynslu.“ 

Hverjir upplifa áföll?

„Við upplifum öll áföll í lífinu og hvað einn skilgreinir sem áfall getur annar álitið örlítið erfiða reynslu. Þar spáir bakgrunnur okkar og reynsluheimur mikið fyrir um. Áföll hafa auðvitað ákveðna skilgreiningu samkvæmt greiningarkerfi því sem sálfræðingar nota sem snýst gjarnan um það að lífi eða limum okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um hafi verið stefnt í hættu. En slíkt skilgreining er teygjanleg og það má til dæmis velta fyrir sér hvað „lífshætta“ sé. Hrunið var t.d. ákveðin lífshætta því þar var fjárhagslegu öryggi og þar með afkomu margra stefnt í hættu.“

Hvað einkennir áföll?

„Áfall einkennist gjarnan af miklum tilfinningaviðbrögðum sem jafnvel fela í sér líkamleg viðbrögð. Fólk lýsir auðvitað oft miklum sársauka, doða, óraunveruleikatilfinningu eða öðrum svipuðum tilfinningum. Upplifunin er gjarnan sú að erfitt sé að hafa hemil á hugsunum eða viðbrögðum líkamans. Hugsanir eru þráhyggjukenndar og gjarnan ber á einhverri sjálfsásökun. Við höfum öll þörf fyrir skilning og höldum gjarnan áfram þar til einhver skilningur fæst. Sem dæmi má nefna ef ung manneskja veikist alvarlega og deyr þá reynum við gjarnan að leita skilnings. Það hlýtur að hafa verið einhverjum að kenna. Einhver gerði mistök, stóð sig ekki, viðkomandi fór of seint til læknis eða aðrar skýringar sem gefa okkur einhverja tilfinningu um að hafa stjórn á aðstæðum. Ef við upplifum örlitla stjórn fæðist sú hugmynd (ekki alltaf mjög meðvitað) að við gætum mögulega stýrt frá því að eitthvað slíkt komi fyrir okkur aftur.“

Hvað er gott að hafa í huga varðandi hugsanir eftir að fólk upplifir áföll og er ef til vill fast á einhverju stigi eftir áfall?

„Þá er gott að hafa í huga um einhvers konar „hugsanastíflu“ geti verið að ræða. Það er sálfræðilegt fyrirbæri sem krefst gjarnan markvissrar úrvinnslu. Ekki er auðvelt að útlista hér hvernig hugsanastífla getur lýst sér nema kannski á þann hátt að við viljum gjarnan trúa því að góðir hlutir gerist fyrir gott fólk og ef eitthvað slæmt gerist fyrir góða manneskju eigum við erfitt með að vinna úr þeim sannleika. Hann passar ekki inn í hugarheim okkar.“

Hvað ætti að varast fyrir fagaðila, þegar kemur að ráðgjöf tengt áföllum?

„Það er auðvitað bara almenn skoðun fagaðila að mikilvægt sé að þeir sem sinni áföllum sem og öðrum sértækum vanda hafi aflað sér tilhlýðilegrar menntunar og þjálfunar. Sálfræðin verður sífellt sérhæfðari og eins og með aðra aðstoð þá vill maður gjarnan leita til þeirra sem sérhæfa sig í ákveðnum vanda.“

Af hverju upplifir fólk svefnvandamál tengd áföllum?

„Fólk upplifir gjarnan svefnvanda vegna áfallastreitueinkenna sem valda því að líkaminn á erfitt með að slaka á, hugsanir geta verið þráhyggjukenndar. Það eru eðlileg frumstæð viðbrögð líkamans að búa sig undir flótta, starfa eða árás þegar við stöndum frammi fyrir ógn. Það getur tekið einhvern tíma fyrir líkamann að átta sig á að hættan er liðin hjá og við erum kannski svolítið enn að búa okkur undir að verjast eða flýja. Líkaminn er því spenntur, viðkvæmur fyrir hljóðum eða öðru áreiti.“

Hvaða leiðir eru í boði til að efla þrautseigju?

„Það er nú ekki auðvelt að útlista það hér og hvet ég bara fólk til að sækja námskeiðin. En þrautseigja er sambland af hugsanastíl, viðhorfi og lífsstíl skulum við segja.“

Áttu góðar leiðir sem þú getur mælt með til að auka lífsgæði, hvort heldur sem er tengt svefn eða vöku?

„Ég myndi mæla með því að fólk hugaði vel að því að hafa svefn í lagi í kjölfar erfiðra atvika því rannsóknir hafa sýnt að það er línulegt samband á milli gæða svefns og andlegrar líðunar. Því verri sem svefninn er, því verri er líðanin.“

Að lokum bendir Sigríður á að þó svo að lyf geti verið nauðsynleg í sumum tilfellum, þá hefur hún séð líðan eins og kvíða stundum of fljótt meðhöndlaður með lyfjum. „Á meðan rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð (HAM) sé mjög öflugt úrræði, jafnvel án lyfja og þá sérstaklega til lengri tíma.“

mbl.is

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

Í gær, 14:00 Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

Í gær, 11:27 Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

Í gær, 10:25 Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

í fyrradag Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

í fyrradag Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

í fyrradag Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

17.6. Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »

Gómaði kærastann í framhjáhaldi

16.6. Ung kona í Bretlandi komst að því í gegnum Facebook að kærastinn hennar var að halda fram hjá henni.  Meira »