Svona tekstu á við umhverfiskvíða

Þjáist þú af umhverfiskvíða?
Þjáist þú af umhverfiskvíða? Pexels

Það dynja á okkur í sífellu fréttir um loftslagsvána sem við stöndum frammi fyrir. Þessar stöðugu fréttir geta haft mikil áhrif á geðheilsu fólks. Þeir sem þjást af geðrænum kvillum fyrir eru móttækilegri fyrir umhverfiskvíða (e. eco anxiety) heldur en aðrir og getur þessi kvíði haft lamandi áhrif á þá í daglegu lífi. Kvíði vegna loftslagsbreytinga getur þó líka haft áhrif á hina venjulegu manneskju sem ekki er haldin öðrum lyndisröskunum. 

Það er margt sem við getum gert til þess að vinna gegn umhverfiskvíðanum, annað en að flokka plast og pappa og segja nei við plastpoka úti í búð. Það eru þó góð skref í byrjun en góðir hlutir gerast hægt.

Talaðu við einhvern

Gott ráð er að tala við einhvern og segja frá hvernig þér líður. Þið getið rætt um hvað þið getið gert til að vinna í kvíðanum og græna valkosti sem eru í boði. 

Breyttu lífstílnum hægt og rólega

Hugsaðu um það sem þú getur gert og gerðu lista yfir hluti sem þér finnst raunhæfir kostir fyrir þig. Byrjaðu á litlu hlutunum og gerðu einnig langtímamarkmið. Það er ekki heldur gott fyrir umhverfið að henda öllu því óumhverfisvæna sem þú átt og kaupa nýtt umhverfisvænt. Farðu yfir hluti sem þú átt eins og plasttannbursta, einnota rakvélar og þess háttar og punktaðu niður hvað þú getur keypt næst sem er umhverfisvænna. 

Ákveddu hvað er mikilvægast fyrir þig

Það er ómögulegt að vinna gegn loftslagsbreytingum einn síns liðs, en þú getur þó lagt þitt af mörkum. Finndu eitthvað eitt sem skiptir þig mestu máli og einbeittu þér að því. Ef þú hefur til dæmis mestar áhyggjur af plasti í sjónum finndu samtök sem vinna að því að hreinsa sjóinn og hjálpaðu þeim annaðhvort í verki eða með fjárframlagi. 

Það er alltaf góð hugmynd að flokka rusl.
Það er alltaf góð hugmynd að flokka rusl. Pexels
mbl.is