Þess vegna áttu að borða 800 grömm á dag

María Rún Þorsteinsdóttir.
María Rún Þorsteinsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

María Rún Þorsteinsdóttir er ÍAK-styrktarþjálfari, crossfit level 2 þjálfari og einn af eigendum crossfit-stöðvarinnar Hengils í Hveragerði. Í byrjun sumars ákvað hún að setja sér það markmið að borða að minnsta kosti 800 grömm af grænmeti og ávöxtum á hverjum degi í sumar. 

Í hverju felst markmiðið?

„Markmiðið er að borða 800 grömm samanlagt af grænmeti og ávöxtum á dag. Hlutfallið milli grænmetis og ávaxta skiptir ekki máli en þurrkaðir ávextir eða ávaxtadjús telja ekki.“

Af hverju ákvaðstu að setja þér þetta markmið?

„Maður borðar aldrei of mikið af grænmeti né ávöxtum og staðreyndin er sú að meðalmanneskjan er að borða vel undir þessum 800 grömm. Landlæknir hefur lengi verið með átakið „5 á dag“ og talar í því samhengi um 500 grömm á dag af grænmeti og ávöxtum. Ég heyrði viðtal við konu að nafni Ec Syncowski sem er með næringarþjálfun og hefur verið með átakið #800challenge í dágóðan tíma. Í viðtalinu vísar hún í niðurstöður margra rannsókna sem sýna að við 500 gramma daglega inntöku minnki líkur á krabbameini og að við 800 grömm minnki líkur bæði á krabbameini og hjarta-og æðasjúkdómum.

Að borða 500 grömm er ekki sérstök áskorun fyrir mig, ég næ því nokkurn veginn alla daga án þess að leggja mig sérstaklega fram við það en til að ná 800 grömmunum þarf ég að passa að borða grænmeti eða ávexti með hverri máltíð dagsins eða stækka skammtana aðeins. Mig langaði í smá áskorun og mig langar að borða að mestu hreina fæðu en um leið og maður er búinn að setja þetta magn inn af grænmeti og ávöxtum þá minnkar óhjákvæmilega magnið af síðri kostum sem maður setur ofan í sig. Niðurstaðan er því meira inn af vítamínum, steinefnum og trefjum og minna inn af „innantómum“ hitaeiningum.“

Þú talar um að það væri betra að setja sér markmið um að borða frekar hollan mat heldur en að gera bannlista yfir mat sem maður ætlar ekki að borða, af hverju?

„Það er alltaf verið að segja okkur hvað sé óhollt og flest vitum við að við eigum að forðast sykur, hvítt hveiti, unna kjötvöru og svo framvegis en það er mun minna talað um hvað við eigum að borða (fyrir utan auðvitað allar töfratöflurnar og skyndilausnirnar sem sífellt er otað að okkur) þetta er í raun algengasta spurningin sem ég sem þjálfari fæ „hvað á ég að borða?“.“

Það að borða og næra sig vel á ekki að vera svo flókið að maður þurfi að lesa nýja bók á hverju ári. Ég trúi því að ef við myndum öll borða sem allra mest af hreinni fæðu, borða fæðuna eins og hún kemur frá náttúrunnar hendi væri vandi okkar varðandi lífsstílstengda sjúkdóma mun minni og heilsa okkar almennt betri. Að borða meira af grænmeti og ávöxtum er einn partur af því að borða meira af hreinni fæðu. Í mínum huga er það mun jákvæðari nálgun að setja fókusinn á það sem maður ætlar gera frekar en það sem maður ætlar ekki að gera. Þannig búum við okkur líka til nýjar og bættar venjur til lengri tíma.“

María segir að það eigi ekki að vera svo flókið ...
María segir að það eigi ekki að vera svo flókið að borða og næra sig vel að maður þurfi að lesa nýja bók á hverju ári. Pexels

Mælir þú með að fleiri setji sér markmið um að borða 800 grömm af ávöxtum og grænmeti á dag? Eða er hægt að laga markmiðið af sjálfu sér?

„Ég mæli með því við alla að borða meira af grænmeti og ávöxtum já. Það að setja sér ákveðið markmið varðandi ákveðið daglegt magn heldur fólki við efnið og tekur líka út huglægt mat fólks. Margir hreinlega halda að þeir borði mun meira af grænmeti og ávöxtum en þeir raunverulega gera. Ég mæli hins vegar með að fólk setji sér markmið sem það reiknar með að ná. Það væri t.d. skynsamlegra fyrir fólk sem borðar lítið sem ekkert af grænmeti eða ávöxtum að byrja með lægra markmið, setja það jafnvel bara við 300-400 grömm. Þegar það er orðið auðvelt þá er hægt að hækka markmiðið upp í 500 grömm og svo framvegis.“

Af hverju skiptir hlutfall milli grænmetis og ávaxta ekki máli?

„Margir eru hræddir við að borða ávexti út af ávaxtasykrinum. Það er eiginlega bráðfyndið að fólk sé að forðast ávexti þegar almenn neysla á hvítum sykri er langt fyrir ofan viðmið en ávaxtaneysla er undir viðmiði. 

Staðreyndin er sú að mataræði hins almenna borgara er ekki nógu gott og aukið magn ávaxta er í fæstum ef einhverjum tilfellum að fara að gera fólki annað en gott, ekki síst ef það verður til þess að aðrir verri kostir detti út.“

Hvað gerirðu ef þú nærð ekki markmiði dagsins? Er allt ónýtt þá?

„Þetta er svo algengt hugarfar hjá fólki. Að ef það á dag sem er ekki alveg samkvæmt plani þá hugsi það að „nú sé allt ónýtt“ og þá missir það alveg tökin og sleppir sér og fer jafnvel að borða langt umfram það sem því raunverulega langar í.

Ég mæli með að fólk hugsi þetta eins og æfingar; þótt þú komist ekki á æfingu í dag þá þýðir það ekki að þú hættir bara og farir ekki heldur á morgun eða hinn. Ég náði ekki 800 gramma markmiðinu fyrsta daginn, náði um 600 grömmum af grænmeti. Ég hætti ekki heldur fór ég yfir daginn og skoðaði hvað ég hefði getað gert betur og hvað ég get gert til að auka líkurnar á að ég nái markmiði mínu næstu daga. 

Sama á almennt við um að stunda hollt og gott mataræði. Ef ég fer í vöffluboð þá bara nýt ég þess meðan það varir og svo kemur bara næsta máltíð sem ég reyni að passa að innihaldi góða næringu sem gerir eitthvað fyrir mig og heilsu mína, eitthvað annað en að næra kannski sálina eins og vöfflurnar hennar mömmu gera.“

View this post on Instagram

♥️🏋🏻‍♀️

A post shared by María Rún Þorsteinsdóttir (@mariarun85) on May 2, 2019 at 5:45pm PDT

mbl.is

Eitt fallegasta hús landsins á sölu

12:08 Við Laufásveg 66 í Reykjavík stendur eitt af glæsilegustu húsum landsins. Það var teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt og byggt 1938. Húsið er 327 fm að stærð með fimm stofum og fjórum svefnherbergjum. Meira »

Prjónar fallega peysu á suðrænum slóðum

10:00 Bergþór Pálsson hefur deilt áhugaverðu myndbandi af sér að gera æfingar til að liðka líkamann. Æfingarnar eru gerðar á suðrænu loftslagi en landmenn geta farið í Nauthólsvík og stungið fótunum í sjóinn og hermt eftir Bergþóri. Meira »

„Þarf ég að eignast mann og börn?“

05:00 „Ég fór á reunion nýlega og flest bekkjarsystkini mín töluðu um börnin sín og barnauppeldið og ég skammaðist mín næstum fyrir að eiga ekki börn. Hvernig sný ég þessari hugsun við hjá sjálfri mér? Eða þarf ég bara að eignast börn og mann til að samfélagið samþykki mig?“ Meira »

Rihanna í leðri frá toppi til táar

Í gær, 23:07 Tónlistarkonan var í leðri frá toppi til táar á BET-verðlaunahátíðinni um helgina.  Meira »

Kim hannar fullkominn aðhaldsfatnað

Í gær, 19:00 Kim Kardashian hefur hannað aðhaldsfatnað í hinum ýmsu sniðum, litum og stærðum til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir kvenna. Meira »

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

Í gær, 15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

í gær Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

í gær Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

í fyrradag Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í fyrradag Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í fyrradag Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

25.6. Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

25.6. Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

24.6. Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »