Linda Pé ekki hrifin af rauðu kjöti

Linda Pétursdóttir er vottaður heilsuráðgjafi og mælir með því að …
Linda Pétursdóttir er vottaður heilsuráðgjafi og mælir með því að fólk hugi að matarræði sínu. Bæði fyrir heilsuna en ennig fyrir móður jörð. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Eitt af fegurðarleyndarmálum alheimsfegurðardrottningarinnar Lindu Pétursdóttur er að sneiða hjá rauðu kjöti. Þetta kemur fram í nýlegum pistli hennar á samfélagsmiðlum. 

Hún segist gera græna orkudrykki daglega, sem og að sneiða hjá rauðu kjöti. Þetta er uppskriftin að betra lífi að hennar mati. 

Linda Pétursdóttir er ein af þeim konum sem eldist einstaklega vel. Hún hefur nýverið lokið námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og virðist njóta hvers augnabliks í faðmi fjölskyldunnar í Vancouver. 

Áhugasamir geta verið áskrifendur Lindu að reglulegum fréttbréfum þar sem hún deilir leiðum til að verða besta útgáfan af sér. 

Í nýjustu færslunni segir hún m.a. 

„Nokkrum sinnum í mánuði sendi ég út ráðleggingar til fólks af netfangalistanum mínum. Þar sem ég er vottaður heilsuráðgjafi sjálf þá legg ég mikið upp úr því að taka ábyrgð á minni eigin heilsu og velferð. 

Hér er eitt ráð sem mig langar að deila:⠀

Að minnka neyslu eða fara í fráhald frá rauðu kjöti

Eitt af því besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig, að undanskyldu því að gera grænu orkudrykkina mína daglega, er að hætta allri neyslu á rauðu kjöti. 

Áhrif þess urðu þannig að ég ákvað að halda mig alveg frá rauðu kjöti. 

Í námi mínu, ákvað ég að skrifa um áhrif fjöldaframleiðslu í kjötiðnaði á veröldina. Þjáning dýra sem eru alin innan fjöldaframleiðslunnar, það hvernig þessi framleiðsla er að eyðileggja heilsuna okkar og heiminn sem við viljum kalla heimilið okkar; móður jörð. Í mínum huga þá er þetta mjög ómannúðlegt kerfi og óvistvænt. ⠀
⠀⠀
Af þeim sökum langar mig að hvetja ykkur til að skoða að breyta yfir í lífrænar matvörur og plöntufæði.“

Áhugasamir geta skráð sig á póstlista Lindu á vefsvæði hennar. 

View this post on Instagram

Couple of times a month I send out Lifestyle + Wellness Tips to my mailing list. Being a certified Health Coach I know how important it is to look after your own health and wellbeing.⠀⠀ ⠀⠀ Here is one tip I shared:⠀⠀ ⠀⠀ REDUCE OR ELIMINATE RED MEAT⠀⠀ One of the best things I did for myself, aside from the addition of a daily green smoothie, was to eliminate meat from my diet. The results of this dietary change were truly positive, so much that I decided to never eat meat again. ⠀⠀ ⠀⠀ During my thesis semester, I ultimately decided to write about the impact of factory meat production. The suffering of the animal raised within that system, how it is destroying our health and the place we all call home, Mother Earth - to me, it is a horrific system and ethically speaking inhumane and unsustainable. ⠀⠀ ⠀⠀ Therefore I strongly encourage you to shift towards a whole foods, plant-based diet. 🥗⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ To join my mailing list, feel free to sign up at www.lindape.is⠀⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ Photo by Ásta Kristjáns

A post shared by LIΠDΔ PÉTURSDÓTTIR (@lindape) on Jun 3, 2019 at 8:06am PDT

⠀⠀

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál