Sigrún fór úr 110 kílóum niður í 83 kíló

Sigrún var 110 kíló fyrir sjö árum og hefur smám …
Sigrún var 110 kíló fyrir sjö árum og hefur smám saman náð tökum á þyngdinni og er í dag 83 kíló.

„Sumarið er tíminn sem fólk vill grilla, halda partý og matarboð, borða ís og gera vel við sig í sumarfríum. Tilhugsunin um það að fara eftir matarprógrammi eða sleppa sykri getur því verið óspennandi á þessum tíma,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og eigandi fyrirtækisins Lifðu til fulls í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Ég slæ þessa efasemd alltaf strax út af borðinu því ég vil meina að sumarið sé einmitt einn besti tíminn til að taka mataræðið í gegn!

Enda sýnir 30 daga námskeiðið þér að það sé vel hægt að borða góðan mat, grilla með vinum og meira að segja ís og sætindi í sumar og á sama tíma öðlast aukna orku, léttari líkama og vellíðan. Og það þarf ekki að vera vesen eða tímafrekt.

Saga Sigrúnar sem ég deili með þér í dag akkúrat sú sem segir betur frá því.

Sigrún Heiða Birgisdóttir hefur lokið Frískari og orkumeiri námskeiðinu og hefur hún verið ótrúlega dugleg að deila myndum af mat og uppfærslum af ferðalagi sínu í átt að betra matræði og heilsu. Hún er algjör fyrirmynd og með mjög heilbrigt viðhorf gagnvart lífsstílsbreytingum, hún tekur þetta algjörlega eftir sínum takti og hefur náð frábærum árangi.

Saga Sigrúnar

Þegar Sigrún byrjaði að taka mataræðið í gegn var hún þung á sér. Einu sinni 110 kg eða fyrir um sjö árum síðar. Með heilbrigðum breytingum eins og að minnka djús og brauð náði hún sér niður í 89 kg en rétt áður en hún byrjaði á Frískari og orkumeiri námskeiðinu var hún ekki á góðum stað, fékk sér oft í glas og nammi og Domino’s-pizzur.

„Mig hefur dreymt að komast niður í kjörþyngd þ.e.a.s 79-80 kíló. Þremur vikum eftir að ég byrjaði hjá ykkur var ég komin niður um 4 kíló,“ segir Sigrún.

„Það fóru strax tvö kíló á fyrstu 1-2 vikunum. Engin löngun í sætabrauð né sykur, þá nammi og þess háttar,“ segir Sigrún og bætir við að hún sé orkumeiri og sofi að jafnaði betur. Þrátt fyrir þennan fljótlega árangur hefur Sigrún alls ekki tekið þetta á öfgunum. „Kýs frekar að gera þetta í smáskrefum og í dag kíki ég reglulega á gögnin frá námskeiðinu til að minna mig á og fá fleiri hugmyndir,“ segir hún.

„Eftir námskeiðið er ég meðvitaðri um sykurneysluna og huga að fjölbreyttu mataræði.“

Lítið stress fyrir sumarið

Við höfðum áhuga á að heyra hvernig Sigrún sæi sumarið fyrir sér, nú þegar hún er komin af stað með lífsstílsbreytinguna. Ég er að fara til Portúgals í sumar, mun borða það sem er á boðstólnum þar en passa samt að versla hollt,“ segir hún. 

„Er að vinna í að skipuleggja ísskápinn líka. Trúi því að með tíð og tíma að ég mun eyða minna í mat. Námskeiðinu fylgir góður stuðningur og hugmyndir. Gaman að deila reynslunni til hinna líka.” 

Frískari og orkumeiri námskeiðið er sniðið til þess að fólk geti breytt mataræðinu en samt fengið sér ís, grillað með vinunum og gert vel við sig í útilegum og fríum. Þetta snýst frekar um að lítil skref í átt að betra lífi!

Taktu heilsuna með trompi í sumar og tryggðu þér SUMARTILBOÐIРá meðan þú getur!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál