Sigrún fór úr 110 kílóum niður í 83 kíló

Sigrún var 110 kíló þegar hún byrjaði á námskeiðinu hjá ...
Sigrún var 110 kíló þegar hún byrjaði á námskeiðinu hjá Júlíu Magnúsdóttur.

„Sumarið er tíminn sem fólk vill grilla, halda partý og matarboð, borða ís og gera vel við sig í sumarfríum. Tilhugsunin um það að fara eftir matarprógrammi eða sleppa sykri getur því verið óspennandi á þessum tíma,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og eigandi fyrirtækisins Lifðu til fulls í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Ég slæ þessa efasemd alltaf strax út af borðinu því ég vil meina að sumarið sé einmitt einn besti tíminn til að taka mataræðið í gegn!

Enda sýnir 30 daga námskeiðið þér að það sé vel hægt að borða góðan mat, grilla með vinum og meira að segja ís og sætindi í sumar OG á sama tíma öðlast aukna orku, léttari líkama og vellíðan. Og það þarf ekki að vera vesen eða tímafrekt.

Saga Sigrúnar sem ég deili með þér í dag akkúrat sú sem segir betur frá því.

Sigrún hefur lokið Frískari og orkumeiri námskeiðinu og hefur hún verið ótrúlega dugleg að deila myndum af mat og uppfærslum af ferðalagi sínu í átt að betra matræði og heilsu. Hún er algjör fyrirmynd og með mjög heilbrigt viðhorf gagnvart lífsstílsbreytingum, hún tekur þetta algjörlega eftir sínum takti og hefur náð frábærum árangi.

Saga Sigrúnar

Þegar Sigrún byrjaði að taka mataræðið í gegn var hún 110 kg. Með heilbrigðum breytingum eins og að minnka djús og brauð náði hún sér niður í 89 kg en rétt áður en hún byrjaði á Frískari og orkumeiri námskeiðinu var hún ekki á góðum stað, fékk sér oft í glas og nammi og Domino’s-pizzur.

„Mig hefur dreymt að komast niður í kjörþyngd þ.e.a.s 79-80 kíló. Þremur vikum eftir að ég byrjaði hjá ykkur var ég komin niður um 4 kíló,“ segir Sigrún.

„Það fóru strax tvö kíló á fyrstu 1-2 vikunum. Engin löngun í sætabrauð né sykur, þá nammi og þess háttar,“ segir Sigrún og bætir við að hún sé orkumeiri og sofi að jafnaði betur. Þrátt fyrir þennan fljótlega árangur hefur Sigrún alls ekki tekið þetta á öfgunum. „Kýs frekar að gera þetta í smáskrefum og í dag kíki ég reglulega á gögnin frá námskeiðinu til að minna mig á og fá fleiri hugmyndir,“ segir hún.

„Eftir námskeiðið er ég meðvitaðri um sykurneysluna og huga að fjölbreyttu mataræði.“

Lítið stress fyrir sumarið

Við höfðum áhuga á að heyra hvernig Sigrún sæi sumarið fyrir sér, nú þegar hún er komin af stað með lífsstílsbreytinguna. „Ég er að fara til Portúgals í sumar, mun borða það sem er á boðstólnum þar en passa samt að versla hollt,“ segir hún. 

„Er að vinna í að skipuleggja ísskápinn líka. Trúi því að með tíð og tíma að ég mun eyða minna í mat. Námskeiðinu fylgir góður stuðningur og hugmyndir. Gaman að deila reynslunni til hinna líka.” 

Frískari og orkumeiri námskeiðið er sniðið til þess að fólk geti breytt mataræðinu en samt fengið sér ís, grillað með vinunum og gert vel við sig í útilegum og fríum. Þetta snýst frekar um að lítil skref í átt að betra lífi!

Taktu heilsuna með trompi í sumar og tryggðu þér SUMARTILBOÐIРá meðan þú getur!

mbl.is

Rihanna í leðri frá toppi til táar

Í gær, 23:07 Tónlistarkonan var í leðri frá toppi til táar á BET-verðlaunahátíðinni um helgina.  Meira »

Kim hannar fullkominn aðhaldsfatnað

Í gær, 19:00 Kim Kardashian hefur hannað aðhaldsfatnað í hinum ýmsu sniðum, litum og stærðum til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir kvenna. Meira »

Katrín sumarleg á ljósmyndanámskeiði

Í gær, 15:22 Katrín hertogaynja mætti í sumarlegum sægrænum kjól með vínrauðu mynstri á ljósmyndanámskeið fyrir börn.  Meira »

Eva Dögg og Stefán Darri nýtt par

Í gær, 10:52 Vegan mamman og Brauð & Co snillingurinn Eva Dögg Rúnarsdóttir og handboltakappinn Stefán Darri Þórsson eru nýtt par ef marka má samfélagsmiðla. Meira »

„Get ekki hætt að miða mig við aðra!“

Í gær, 05:00 Málið er hins vegar sú hugsun sem er föst innra með mér sem snýst um að aðrir hafi það betra en ég. Eftir að samfélagsmiðlar urðu hluti af lífinu (jamm er 45 ára) þá er ég föst í að miða mig við fólk á mínum aldri, fólk sem er aðeins yngra, fólk sem á betri bíla, skemmtilegri maka, fer í fleiri ferðir og upplifir meiri sigra. Meira »

Ódýrt og svalt gólfefni sem má setja á veggi

í fyrradag Spónaparket var vinsælt gólfefni á níunda og tíunda áratug síðustu aldar en með tilkomu plastparketsins hvarf það úr íslenskum verslunum. Meira »

Svona massar þú sumartískuna með stæl

í fyrradag Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

í fyrradag Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

í fyrradag Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

í fyrradag Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

24.6. Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

24.6. Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

24.6. Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

24.6. Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

24.6. „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »