Vaknaðir þú öll bitin í morgun?

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Landsmenn kvarta töluvert yfir bitum lúsmýs þessa dagana. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til að fyrirbyggja bit og hvað getum við gert þegar við vöknum útbitin? Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni segir að það sé mikilvægt að fara eftir eftirfarandi leiðbeiningum. 

„Það skiptir miklu máli að hreinsa bitið vel með spritti og kæla það. Ef það dugar ekki er einfaldast að taka ofnæmistöflur, til dæmis Histasín eða Lóritín, sem fást án lyfseðils í lyfjaverslunum. Einnig er hægt að bera sterakrem á bitin eins og til dæmis Mildison. Ef það dugar ekki til þá leita til læknis og fá sterkari sterakrem eins ogelocon, ovixan eða dermovat en þau krem eru öll lyfseðilsskyld. Í verstu tilvikunum þarf að leita sér læknishjálpar og þá eru annaðhvort gefnar steratöflur til að minnka óþægindin eða sterasprauta,“ segir Jenna Huld. 

Hér má sjá bit eftir lúsmý.
Hér má sjá bit eftir lúsmý. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Jenna Huld segir að útbrotin og bólgurnar sem koma í kjölfar bitsins séu ekki vegna bitanna sjálfra heldur sé um ofnæmisviðbrögð að ræða gegn munnvatni flugnanna sem þær sprauta inn í sárið. 

„Í munnvatninu eru fjölmörg efni, til dæmis prótín sem sporna gegn storknun blóðs. Ónæmiskerfi okkar ræðst á þessi prótín og reynir að brjóta þau niður; í kjölfarið myndast bólgur í kringum bitið og þessu getur fylgt töluverður kláði. Það fer svo eftir ofnæmisviðbragði okkar hve mikil útbrot og einkenni verða. Undir venjulegum kringumstæðum er ekki ástæða til að leita læknis vegna bita nema það komi fram kröftug ofnæmisviðbrögð,“ segir hún. 

Er einhver ákveðinn matur sem fólk ætti að borða til að forðast það að vera bitið?

„Það er enginn ákveðinn matur sem ver okkur og lúsmý bítur mest í ljósaskiptunum en getur einnig gert atlögu á hábjörtum degi, öfugt við móskító sem er aðallega á kvöldin og á næturnar. Sumir telja B-vítamín hjálpa gegn bitunum en það gildir ekki fyrir alla.“

Hvað getum við gert til þess að forðast lúsmýsbit? 

„Það er gott að forðast að láta vatn standa í pollum eða kerjum í görðum og á húsalóðum. Gott er að loka veröndum, svölum og öðrum svæðum þar sem fólk hefst við utandyra með flugnaneti. Venjulegt flugnanet gagnast ekki í þessum tilgangi, vegna þess hve flugurnar eru smáar. Þarf sérstök net fyrir lúsmý. Einnig mæli ég með því að fólk gangi í ljósum langermabolum og síðbuxum, sokkum og skóm utandyra, einkum í ljósaskiptunum. Dökkur klæðnaður  laðar þær að, líklega vegna meiri hita,“ segir Jenna Huld. 

Hún mælir líka með því að fólk beri á sig flugnafælandi krem eða úða. Til dæmis með virka efninu DEET (diethyltoluamíð).

„Þó er aðeins talið ráðlegt að nota þær í litlu magni, þar sem efnið er talið geta haft neikvæð áhrif á heilsu manna og umhverfi í of stórum skömmtum. Svo er gott að nota mýflugnagildrur. Sumir nota kolagrill, leiðbeiningar er hægt að finna á Facebook-síðu Erlings Ólafssonar skordýrafræðings og svo mæli ég með því að fá ráðleggingar meindýraeyða varðandi skordýraeitur yfir garða og lóðir.“

mbl.is

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

17:00 María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

14:00 Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

10:00 Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

05:00 Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

Í gær, 22:00 Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

í gær Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

í gær Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

í gær Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

í gær Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

í fyrradag Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

í fyrradag Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

15.7. Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

15.7. Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

15.7. Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

14.7. Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »