Svona æfir ungfrú heimur

Olivia Culpo er í góðu formi.
Olivia Culpo er í góðu formi. skjáskot/Instagram

Fyrirsætan og fyrrverandi fegurðardrottningin Olivia Culpo er í sjúklegu formi. Hún var valin ungfrú Bandaríkin árið 2012 og ungfrú heimur sama ár.

Hún birti myndband á Instagram-síðu sinni af æfingum sem hún gerir til að halda sér í þessu formi. Culpo er með einkaþjálfara til að halda sér í formi og saman settu þau saman þessa æfingu. Æfingin virðist vera mjög krefjandi en í henni má finna margar æfingar fyrir rass og læri sem og kviðæfingar. 

Olivia Culpo ásamt systur sinni, Sophiu.
Olivia Culpo ásamt systur sinni, Sophiu. skjáskot/Instagram
mbl.is