Þjálfari Kim K um hnébeygjur

Melissa Alcantara er einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian.
Melissa Alcantara er einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian. skjáskot/Instagram

Melissa Alcantara, einkaþjálfari drottningarinnar sjálfrar Kim Kardashian, gefur fylgjendum sínum góð ráð varðandi hnébeygjur með lyftingastöng. 

Hnébeygjur eru ein besta styrktaræfingin sem völ er á en þær geta verið mjög krefjandi með lyftingastöng og margt sem þarf að huga að. 

Alcantara fer yfir hreyfinguna í sjö skrefum. 

1. Vertu með báða fætur alveg á jörðinni þegar þú ferð undir stöngina og notaðu kraftinn úr mjöðmunum þegar þú lyftir henni upp. 

2. Passaðu að hafa úlnliðina beina 

3. Ekki horfa upp, niður eða til hliðar. Horfðu aðeins fyrir framan þig og einbeittu þér að því að hafa hálsinn í beinni línu við hrygginn. 

4. Vertu með þægilegt bil á milli fótanna. Það er engin ein rétt staða til að taka hnébeygju, hver og einn verður að finna hvað honum finnst þægilegast.

5. Hnén eiga að færast í sömu línu og tærnar. Passaðu að missa hnén ekki inn fyrir tærnar.

6. Haltu brjóstinu uppi. Allt of margir gleyma að halda brjóstinu beinu þegar þeir taka hnébeygju og beygja aðeins mjaðmaliðinn. 

7. Ekki læsa hnjánum í toppstöðunni. 

Alcantara segir að það séu fleiri hlutir sem þarfnast athygli við þessa æfingu, en þessi sjö atriði séu hvað mikilvægust. 

View this post on Instagram

💫SQUAT TUTORIAL💫 : Just a few tips to improve your squat, I’m still working on mine, it’s a forever learning process! 1️⃣ WHEN UNRACKING THE BAR make sure both feet are planted on the ground and you’re lifting by extending at the hips. 2️⃣ Pay attention to your wrists! Make sure they’re straight! 3️⃣ DONT LOOK UP OR DOWN or fucking SIDEWAYS! If you want to keep your neck look straight ahead but keep your chin tucked. Look about 3-6ft ahead of you and focus on one spot to keep your neck in line with your spine. 4️⃣ HAVE YOUR FEET IN A COMFY POSITION, however you want wether it’s narrower or wider or with your toes slightly pointed out! Everyone is different there is no ONE RIGHT comfortable stance. 5️⃣ KNEES IN LINE WITH TOES! This is super important, don’t let your knees cave in, make sure you’re pushing them outward especially on the way up! Does not matter if they’re going passed your toes even if your bodybuilding Olympic gold medalist grandma told you! Just keep them in line with your toes! 6️⃣ KEEP YOUR CHEST UP and come down in a straight line! I see so many of these Instagram chicks sticking their asses out and their chest almost hitting their knees 🤦🏽‍♀️. That’s a damn NO NO I’m my book. 7️⃣ DO NOT LOCK YOUR KNEES AT THE TOP! or the bottom or on side OR IN YOUR DREAMS! **There are so many more things to pay attention to but these are some tips that have helped me along the way** GET YOUR SQUAT RIGHT, get your life right! : : : #bodybuilding #goals #weightloss #strongwomen #muscle #bootybuilding #legday #squats #learning #tips #tutorial #workout #trainingtips #humpday #gains #chickswholift

A post shared by Melissa Alcantara (@fitgurlmel) on Jun 5, 2019 at 9:40am PDTKim Kardashian er í fínu formi.
Kim Kardashian er í fínu formi. Ljósmynd/skjáskot Instagram
mbl.is