Adele nánast óþekkjanleg

Adele fyrir miðju.
Adele fyrir miðju. skjáskot/Instagram

Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af síðan hún skildi við eiginmann sinn, Simon Konecki, til þriggja ára. Samkvæmt DailyMail hefur hún misst yfir 6 kíló en hún hefur verið dugleg í ræktinni með vinkonu sinni Ayda Field. 

Adele skellti sér á tónleika með Spice Girls í London um helgina og í eftirpartý með kryddpíunum í kjölfarið. Spice Girls-stúlkurnar luku við tónleikaferðalag sitt á laugardaginn. Það má greinilega sjá á tónlistarkonunni að hún hefur verið dugleg í ræktinni en hún lítur mjög vel út á myndinni.

Adele lítur alltaf vel út, sama hvað vigtin segir,
Adele lítur alltaf vel út, sama hvað vigtin segir, mbl
mbl.is