Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

Cindy Crawford birtir reglulega myndbönd af æfingum á Instagram.
Cindy Crawford birtir reglulega myndbönd af æfingum á Instagram. AFP

Fyrirsætan Cindy Crawford er í sturlað góðu formi og með glæsilega magavöðva. Crawford er þekkt fyrir að vera stórglæsileg á tískupöllunum og óaðfinnanleg á forsíðum tískutímaritanna. Eins og einhverjir vita má hana einnig finna á líkamsræktar DVD-diskum sem voru gefnir út í upphafi 21. aldarinnar. Nú hafa DVD-diskarnar vikið fyrir samfélagsmiðlunum.

Crawford er 53 ára á árinu og hefur tileinkað sér samfélagmiðilinn Instagram til að sýna frá uppáhaldsæfingunum sínum. Hún sýnir hér fyrir neðan krefjandi æfingu sem reynir á allan líkamann og sérstaklega kviðvöðvana.

Crawford hefur talað um mikilvægi þess að halda áfram að stunda líkamsrækt þegar maður eldist. Í viðtali við The Cut sagði hún frá því hvernig hún blandar saman úthaldsæfingum og styrktaræfingum. „Stundum er úthaldsæfingin að hoppa á trampólíni, hlaupa á hlaupabretti, skíðavélin eða útihlaup. Það eru stigar frá húsinu okkar sem ná niður á strönd. Ég hlusta stundum á hljóðbók eða tónlist á meðan ég hleyp stigana upp og niður í 20 mínútur,“ segir Crawford.

View this post on Instagram

Misty malibu morning workout with @sarahperla1 ☁️

A post shared by Cindy Crawford (@cindycrawford) on Jun 12, 2019 at 9:33am PDTCindy Crawford á sínum bestu árum.
Cindy Crawford á sínum bestu árum. skjáskot/Instagram
mbl.is