Í hnébeygju yfir klósettinu

Kate Beckinsale.
Kate Beckinsale. AFP

Gunnar Peterson, einkaþjálfari leikkonunnar Kate Beckinsale, lét setja klósett undir einn rekkann í ræktinni sem hann þjálfar í. Fyrir utan það að vera bráðfyndið, segir hann að það hjálpi viðskiptavinum hans að átta sig á hversu langt þeir eigi að fara niður í hnébeygju. 

Í myndbandinu má sjá Beckinsale gera hnébeygju með stöngina fyrir ofan höfuðið og beygja sig niður í klósetthæðina. 

Beckinsale er í góðu formi, en hún segist þurfa að leggja hart að sér til að halda sér í góðu formi. Peterson sagði í viðtali við Delish að hún mæti yfirleitt sex sinnum í viku og leggi hart að sér.

Peterson er þekktur einkaþjálfari í Los Angeles og hefur þjálfað stjörnur á borð við Kim Kardashian, Amber Heard, Jennifer Lopez og Chris Hemsworth.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál