Prjónar fallega peysu á suðrænum slóðum

Það er dásamlegt að fylgjast með Bergþóri Pálssyni sem prjónar …
Það er dásamlegt að fylgjast með Bergþóri Pálssyni sem prjónar fallega peysu á sundlaugarbakkanum og fer síðan í sjóinn og gerir liðamótahreyfingar í anda Chad Keilen.

Söngvaranum Bergþóri Pálssyni er margt til lista lagt. Hann hefur fallega rödd, einstaka danshæfileika og síðan er persónuleiki hans þannig að öllum líkar vel við manninn.

Í vikunni birti hann áhugavert myndband sem fólk getur nýtt sér til að liðka líkamann. Hann gerir liðamótahreyfingar í anda Chad Keilen heilsuráðgjafa til að liðka sig á milli þess sem hann prjónar fallega peysu við sundlaugarbakkann.

Miðað við veðurspána, ættu landsmenn að geta nýtt sér sjóinn við Íslandsstrendur og tekið svipaðar æfingar. Hann hvetur í það minnsta fylgjendur sína að koma með og gera æfingar við sjóinn. 

„Léttar liðamótaæfingar, ættaðar frá Chad Keilen, heilsuráðgjafa taka ekki nema 10-20 mínútur að gera og því er auðvelt að gera sér að vana á hverjum degi. Til að myndbandið yrði ekki svo langt, stytti ég hverja og eina hreyfingu, en hægt er að smella á pásu þegar manni sýnist. Annars er þetta svo auðvelt að það lærist strax. Ótrúlega góð líðan sem fylgir í kjölfarið!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál