Mataræðið sem hjálpaði Britney

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP

Þeir kvillar sem Britney Spears er að glíma við hafa skánað eftir að hún tók nýja stefnu í mataræði sínu. Hún segist einnig hafa viðhaldið þyngd sinni með mataræðinu en hún losnaði loksins við aukakílóin tvö. Segist hún fara eftir töflu sem segir til um hvað skal borða út frá því hvaða vandamál fólk er að glíma við. 

Spears segist glíma við dapra sjón, asma, stress og höfuðverki. Segir hún það hafa hjálpað sér mikið að fara eftir töflunni. Spears er tveggja barna móðir og segir leiðbeiningarnar hafa hjálpað sonum hennar líka. 

Miðað við vandamálin sem Spears taldi upp og leiðbeiningarnar á töflunni hefur Spears verið að borða gulrætur og sellerí fyrir sjónina. Fyrir asma hefur hún verið að borða gulrætur, spínat, epli, hvítlauk og sítrónur. Epli, agúrkur, grænkál, engifer og sellerí eiga að vinna gegn höfuðverkjum. Fyrir stressið sem margir kannast við hefur Spears síðan verið að borða banana, jarðarber og perur. 

Það kemur ekki fram í máli söngkonunnar að þessar lausnir séu vísindalegar sannaðar en leiðbeiningarnar sem kosta ekki annað en góða ferð í grænmetis- og ávaxtadeildir stórmarkaða hafa að minnsta kosti hjálpað henni. 

Britney Spears birti þessar leiðbeiningar en hún segir töfluna hafa …
Britney Spears birti þessar leiðbeiningar en hún segir töfluna hafa hjálpað sér með vandamál sín. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál