Undarlegustu óskir sem einkaþjálfarar fá

Einkaþjálfarar þjálfa fólk með ólíkar þarfir.
Einkaþjálfarar þjálfa fólk með ólíkar þarfir. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekki alltaf einfalt að vera einkaþjálfari en þeir eiga það til að lenda í óþægilegum og erfiðum aðstæðum í samskiptum við kúnna sína. Á vef mirror er greint frá könnun þar sem yfir tvö þúsund einkaþjálfarar voru spurðir út í hvað væri það skrítnasta sem kúnnar þeirra hefðu beðið um. Hér eru þær tíu beiðnir stóðu upp úr en þær tengjast allt frá því að fá hjálp á Tinder yfir í að svitna ekki á æfingum. 

1. Að æfa nakinn. 

2. Að olíubera líkamann og glíma svo ber að ofan.

3. Kynlíf.

4. Kúnni bað þjálfara um að senda karlmanni skilaboð á Tinder fyrir sína hönd. 

5. Nudda rassvöðvana eftir hverja æfingu. 

6. Að svitna ekki á æfingu. 

7. Að finna öryggisorð. 

8. Að forðast augnsamband á æfingum. 

9. Að halda við andlit kúnna við framkvæmd æfinga. 

10. Að öskra blótsyrði á æfingum. 

Hver væri ekki til í nudd frá þjálfaranum eftir erfiða …
Hver væri ekki til í nudd frá þjálfaranum eftir erfiða æfingu? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is