Leyndur athyglisbrestur? 

Ljósmynd/Mads Christensen

„Í þessari grein langar mig að vekja athygli á ADD (athyglisbrestur). ADD er ekki það sama og ADHD sem flestir tengja við ofvirkni. Athyglisbrestur getur plagað einstakling án þess að hann sé ofvirkur, og jafnvel líklegt að fjöldi einstaklinga sé með ADD án þess að vita af því,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi, í sínum nýjasta pistli:

ADD er sem sagt athyglisbrestur án ofvirkni. Einkennin eru margvísleg og ætla ég að reyna koma þeim algengustu frá mér og miða hérna sérstaklega við börn.

Dæmigerðar setningar sem ég tengi við ADD eru:

„Ég man ekki neitt“

„Ég á svo erfitt með að muna hluti“

„Ég er bara með svo lélegt minni“

Jú auðvitað muna börn ekki allt, ekki frekar en við fullorða fólkið. En ef þetta eru algengar setningar þá leita ég að öðrum táknum t.d. merkjum um lélegt tímaskyn. Það getur til dæmis komið fram í endurteknum spurningum um hvenær einhver viðburður á að eiga sér stað.  

Annað einkenni getur komið fram í frestunaráráttu. Frestar barnið að hefjast handa? Þegar vinnan hefst er þá erfitt að fylgja verkefninu frá upphafi til enda?

Ert þú foreldri sem hefur ítrekað heyrt það á foreldrafundum að „hann/hún getur miklu meira en hann/hún gerir“?

Er skólagangan erfið af því að heimaverkefnin skila sér ekki heim eða barnið „man“ ekki hvað það á að gera heima?

Á barnið erfitt með að skipuleggja sig?

Gerir barnið oft mistök þegar það er að gera eitthvert verkefni, jafnvel létt verkefni sem þú veist að það ræður alveg við?

Er barnið oft utan við sig? Eða upplifir þú sem foreldri að barnið er ekki að hlusta á þig? Einmitt af því að barnið er utan við sig?

Ef þú sem foreldri kannast við mörg þessara einkenna þá mæli ég með að kanna málið nánar.

Hluti einstaklinga með ADD lendir oft í ágreiningi sem getur stafað af því að þeir eru utan við sig, fresta hlutum eða mæta of seint á viðburði. Þetta getur skapað gremju hjá foreldrum, kennurum eða vinum vegna þess að þetta getur túlkast sem áhugaleysi.

Einstaklingar með ADD sem fara í gegnum skólakerfið ná oft ekki að klára námið eða eiga erfitt með það. Þetta getur svo leitt til að þessir einstaklingar eiga erfitt með að fóta sig í lífinu og skipta þar af leiðandi oft um frama. Auk þess getur sjálfsmatið beðið hnekki til lengri tíma.  

Einungis það að kanna málið eða vera opin(n) fyrir valmöguleikanum getur umbylt lífi barna með ADD og ekki einungis þeim heldur líka foreldrunum upp á að skilja barnið sitt betur. Heili einstaklinga með ADD vinnur nefnilega öðruvísi við móttöku upplýsinga en okkar hinna.

Ég vona að þessi grein nái til foreldra barna með ADD en líka til fullorðinna einstaklinga sem sjá sjálfa sig í eitthvað af þessum einkennum. Að vera meðvitaður og opinn fyrir möguleikanum getur skipt sköpum fyrir lífsgæði einstaklinga með ADD.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent fyrirspurnir hér: https://mindtherapy.dk/kontakt/

Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi.
Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi.
mbl.is

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

Í gær, 22:00 Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

Í gær, 16:30 Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

Í gær, 13:00 Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

Í gær, 09:00 Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

Í gær, 05:00 Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

í fyrradag Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

í fyrradag Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

í fyrradag Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

í fyrradag Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

í fyrradag Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

15.7. Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

15.7. Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

15.7. Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

14.7. Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

14.7. Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

14.7. Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

14.7. Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

14.7. Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »