Gurrý opnar eigin líkamsræktarstöð

Guðríður Torfadóttir.
Guðríður Torfadóttir.

Ein af þekktustu leikfimisdrottningum Íslands, Guðríður Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, er að opna sína fyrstu líkamsræktarstöð. Gurrý var annar af þjálfurum Biggest Loser en þættirnir vöktu mikla athygli hérlendis þegar þeir voru sýndir í Sjónvarpi Símans. Líkamsræktarstöðin hefur fengið nafnið Yama og er lögð höfuðáhersla á að fólk geti æft við kjöraðstæður með meginmarkmið að ná árangri. 

„Í Yama verður boðið upp á heimilislegt umhverfi en við verðum með litla hópa og gott andrúmsloft sem hvetur til líkamlegrar og andlegrar heilsuræktar. Yama heilsurækt er hugsuð til að svara sífellt háværari kröfum fólks um fjölbreytta þjálfun, framúrskarandi leiðbeiningar og skemmtilega upplifun á einum stað,“ segir Gurrý. 

Hún hefur mikla reynslu í heilsuræktarbransanum en hún hefur starfað við fagið í 20 ár. Hún leggur áherslu á styrk, úthald og liðleika ásamt slökun og hugleiðslu. 

„Með þessu móti fær fólk út úr einum tíma fjölbreytta æfingu þar sem unnið er með jógaæfingar í samblandi við lóð og tæki. Þessi nálgun hefur verið í þróun undanfarna 18 mánuði og prófuð í fjölbreyttum litlum hópum sem hafa nú þegar náð frábærum árangri. Með opnun stöðvarinnar er í raun verið að veita fleirum aðgang að kerfi sem má með sanni segja að sé einstakt hér á landi,“ segir hún. 

Þótt Gurrý hafi verið grjóthörð í Biggest Loser vill hún ekki að fólk lyfti bara lóðum. Jóga hefur verið að spila stærra hlutverk í þjálfun hennar og hefur hún bætt við sig mikilli þekkingu þegar kemur að jógafræðum. 

„Yama heilsuræktin verður opnuð í haust og þar verður haft að leiðarljósi að öllum líði vel, hafi gaman af því að mæta og sjái árangur,“ segir Gurrý en að undanförnu hefur hún rekið litla líkamsræktarstöð í bílskúrnum heima hjá sér og hefur sá hópur náð miklum árangri þrátt fyrir að hafa bara mætt tvisvar í viku, klukkutíma í senn. 

Í Yama verður pláss fyrir takmarkaðan fjölda en hægt er að fylgjast með ferlinu á www.yama.is. 

mbl.is

Gott grill breytir stemningunni í sólinni

18:00 Vönduð þjónusta og góður varahlutalager skiptir kaupendur æ meira máli við val á grilli. Einar Long segir hvorki gott fyrir jörðina né veskið að ætla að endurnýja heimilisgrillið með nokkurra ára millibili. Meira »

Húsgagnalína í anda Friends

13:00 Húsgagnatískan hefur breyst töluvert síðan 2004, árið sem síðasti Friends-þátturinn fór í loftið. Nú geta þó æstir aðdáendur Friends-þáttanna keypt húsgögn og aðra heimilismuni sem eru innblásnir af því sem sást í þáttunum. Meira »

Finnst róandi að mála sig

10:00 Helga Sæunn Þorkelsdóttir förðunarfræðingur fékk snemma áhuga á snyrtivörum og hefur áhuginn og færnin bara aukist með árunum. Smartland fékk að kíkja í snyrtibuddu Helgu. Meira »

Frægasta peysa Díönu var ræktarpeysan

05:00 Frægasta peysa Díönu prinsessu seldist fyrir metfjárhæð. Díana klæddist peysunni alltaf þegar hún fór í ræktina.   Meira »

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið

Í gær, 22:00 „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“ Meira »

Blómstrandi tré eru málið núna

í gær Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum. Meira »

Kylie í notuðum fötum

í gær Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún. Meira »

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð

í gær Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti. Meira »

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar

í gær Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar. Meira »

Einfalt ráð fyrir betra kynlíf

í fyrradag Þetta ráð er kannski ekki það kynþokkafyllsta, en það gæti virkað fyrir marga.  Meira »

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

19.7. Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

19.7. Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

19.7. Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

19.7. ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

18.7. Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

18.7. María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

18.7. Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

18.7. Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

18.7. Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

17.7. Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »