Hvenær á að æfa til að grennast hraðar?

Mörgum vegnar vel að æfa áður en það fer út …
Mörgum vegnar vel að æfa áður en það fer út í daginn. mbl.is/Thinkstockphotos

Hvenær á að æfa til að grennast hraðar? Það er ekki óalgegnt að spyrja að þessu þegar markmiðið er að losa sig við nokkur kíló. Vísindafólk hefur rannsakað þetta og er svarið líklega ekki það sem flestir vonast eftir eins og kemur fram á vef Men's Health. Það er ekkert sem heitir auðvelda leiðin. 

Rannsókn var gerð á 374 einstaklingum sem léttust stöðugt og æfðu reglulega. Hversu oft fólk æfði og hvenær var skoðað. Af þeim þátttakendum sem léttust um 15 kíló á ári og viðhéldu þyngdinni voru 68 prósent sem æfðu alltaf á sama tíma á hverjum degi. 47,8 prósent æfðu svo á morgnana. 

Niðurstöðurnar benda til þess að það að æfa alltaf á sama tíma skapi aga hjá fólki og sem hefur ekki bara áhrif á hversu duglegt það er að mæta í ræktina heldur líka hefur áhrif á mataræði. 

Þó svo nær helmingur hafi æft á morgnana er það þó líklega festan sem fylgir því að æfa á morgnana sem gerði það að verkum að fólk gekk vel að ná markmiðum sínum. Fólk talar gjarnan um að það henti þeim vel að æfa á morgnana áður en það fer út í daginn. Það er minni tími til þess að fresta æfingunum eða hvað það er sem verður til þess að engin æfing verður þann daginn. 

Agi á æfingum skapar aga í mataræði.
Agi á æfingum skapar aga í mataræði. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is