10 ráð til að vernda heilsuna

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann.

„Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

1 – Farðu árlega í læknisskoðun hjá heimilislækninum, svo meiri líkur séu á að alvarlegir sjúkdómar uppgötvist á því stigi að hægt sé að lækna þá.

2 – Nærðu ónæmikerfi þitt vel, því það er besta heilsuvernd þín. Ónæmiskerfið þarf á nægu magni af sinki, seleníum, joði, D-vítamíni, Glutathione og C-vítamíni að halda. Samt skortir marga einmitt þessi verndandi næringarefni. Því kemur ekki á óvart að mörgum tegundum krabbameina hafi fjölgað á síðustu áratugum.

3 – Borðaðu úrval af fersku og soðnu grænmeti, helst lífrænt ræktuðu og neyttu ávaxta alla daga. Það mun draga úr hættu á sýkingum, krabbameinum og lifrarsjúkdómum.

4 – Vertu reglulegt úti í sólinni í einhvern tíma í einu (30 mínútur eða svo)  – til að leyfa húðinni þinni að framleiða sitt eigið D-vítamín. Það stuðlar að öflugri beinþéttni og dregur úr hættu á krabbameinum. Ef þú þú tekur inn Astaxanthin verndar það húðina gegn sólarskemmdum. Best er þó að bera á sig sólarvörn ef verið er lengur en 30 mínútur í sólinni.

5 – Náðu þér í nægilega góðan svefn allar nætur með því að fara að sofa eigi síðar en klukkan ellefu. Það eykur möguleika þína á að ná þér í REM svefn (draumsvefn). Þegar hann næst getur heilinn afeitrað sig, bæði andlega og líkamlega (af eiturefnum). Það skilar af sér minni streitu og skýrari hugsun. Nýrnahetturnar endurnýja líka birgðir sínar af hormónum í djúpum svefni. Ef þú átt við svefnvandamál að stríða, getur leitað leiða til að bæta þau.

6 – Fylgstu með blóðþrýstingnum og gættu þess að hann sé innan ákveðinna marka með því að stunda reglulega æfingar, drekka ríkulega af vatni og taka inn magnesíum. Ef þetta heldur blóðþrýstingnum ekki í jafnvægi gætirðu þurft að taka inn blóðþrýstingslyf, því hár blóðþrýstingur er skaðlegur. 

7 – Hafðu gaman af lífinu og njóttu hvers dags. Ef þú ert orðin/-n fjörutíu plús, hefurðu væntanlega komist að raun um að lífið er frekar stutt og að þú hefur varið mestum hluta þess í að vinna of mikið. Nú er kominn tími til að vinna í að efla eigið sjálfstraust og muna að segja þér að þú sért FRÁBÆR! Segðu það daglega, helst fyrir framan spegilinn.

8 – Ef þér hefur verið ráðlagt að gangast undir skurðaðgerð eða taka ákvörðun um að vera á langtíma lyfjakúr, sem kann að hafa miklar aukaverkanir – leitaðu þá álits fleiri en eins aðila, áður en þú tekur ákvörðun um hvað þú vilt gera. Bætiefni geta oft skilað góðum árangri, annað hvort í stað lyfja eða samhliða þeim, og dregið úr því lyfjamagni sem nota þarf. Þess vegna eru bætiefni oft kölluð stuðningslyf.

9 – Taktu þér tíma til að efla hugarstarfsemina með því að stunda íþróttir sem krefjast einbeitingar, leggja rækt við áhugamál eða sækja námskeið sem reyna á hugann, eða leysa þrautir eða krossgátur. Heilinn er eins og vöðvi. Hann þarf að æfa reglulega til að hann virki sem best.

10 – Hugsaðu vel um lifrina, því hún er líffæri langlífis. Lifrin er eins og bræðsluofn, sem veitir líkamanum orku. Lifrin sér um að sía og hreinsa blóðið og vernda ónæmiskerfi þitt frá ofurálagi. Lifrin er líka aðal fitubrennslulíffæri líkamans, hjálpar þér að halda þyngdinni niðri og kólesterólinu í jafnvægi. Heilbrigð lifur stuðlar að jafnvægi á blóðsykrinum og kemur í veg fyrir sykursýki. Ekki misþyrma lifrinni með of mikilli neyslu á áfengi eða sykri, því slíkt gæti leitt til fitulifrar og þá hættir lifrin að vera líffæri langlífis. 

Skoðaðu að taka þátt í 24 daga hreinsikúrnum mínum, sem hefur hjálpað um sextán hundruð manns að breyta heilsunni til betri vegar á síðustu fjórum árum.

mbl.is

Hætt að sofa saman eftir 15 ára samband

Í gær, 22:00 „Þó við eigum margt sameiginlegt þá erum við ólíkir persónuleikar, t.d. er ég mun félagslyndari hann. Það reynist okkur því oft erfitt að gera eitthvað félagslegt því hann hangir oft og tíðum bara í símanum á meðan.“ Meira »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

Í gær, 18:00 Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

Í gær, 16:00 Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

Í gær, 12:10 Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

Í gær, 11:27 Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

Í gær, 05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

í fyrradag Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

í fyrradag Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

í fyrradag „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

í fyrradag Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í fyrradag Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í fyrradag Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

16.8. Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

16.8. Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

16.8. „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

16.8. Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »