Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

Halle Berry er í góðu formi.
Halle Berry er í góðu formi. AFP

Leikkonan Halle Berry er í toppformi, sama hvort hún er að leika í hasarmynd eða ekki. Hún er duglega að deila æfingum með fylgjendum sínum á Instagram ásamt þjálfara sínum Peter Lee Thomas.

Berry sýndi á dögunum 5 æfingar sem hún gerir til að opna mjaðmirnar og styrkja þær. Það er gríðarlega mikilvægt að styrkja mjaðmasvæðið bæði fyrir líkamsstöðuna og líkamsbeitingu. „Flestir (sérstaklega konur) geyma mikið af stressi og kvíða í mjaðmasvæðinu og það er mikilvægt að hugsa um þetta svæði þegar maður teygir á. Þegar ég eyði tíma í að vinna í mjaðmastöðugleikanum er ég ekki aðeins að liðka mig heldur að losa mig við streitu og byggja upp náttúrulega orku,“ skrifaði Berry í færslunni.

Teygja 1

skjáskot/Instagram

Hún byrjar á að hita upp mjaðmirnar með „dragon swing“ þar sem hún víkkar bilið á milli fótanna, beygir sig fram og færir búkinn fram og til baka 10-20 sinnum.

Teygja 2

skjáskot/Instagram

Næst fer hún niður í djúpa hnébeygju og ýtir hnjánum út með olnboganum, síðan færir hún hendurnar á bak við kálfana og grípur um hælana. Þessari stöðu heldur hún í 30-60 sekúndur. 

Teygja 3

skjáskot/Instagram

Þriðju stöðuna er bara hægt að gera með félaga. Hún byrjar í sitjandi stöðu, fiðrildastöðunni sem einhverjir þekkja úr jóga. Síðan aðstoðar þjálfarinn hennar hana að ýta hnjánum nær gólfinu. Hún heldur þessari stöðu einnig í 30-60 sekúndur.

Teygja 4

Næsta teygja er hundateygjan. Þá fer hún á fjórar fætur, lætur tærnar vísa út og ýtir mjöðmunum niður og aftur. Berry mælir með að halda þessari stöðu í 30-60 sekúndur.

Teygja 5

skjáskot/Instagram

Síðast en ekki síst er það splitt upp við vegg. Þeirri stöðu heldur hún 1-2 mínútur.

mbl.is