Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, skrifar um ADD.
Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, skrifar um ADD. Ljósmynd/Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

„Ég vil byrja á að þakka fyrir jákvæðar viðtökur við seinasta pistli mínum um ADD. Ég hef fengið fjölda fyrirspurna vegna greinarinnar. Annars vegar, hvað sé hægt að gera ef grunur leikur á að barn sé með ADD og hins vegar hvað fullorðnir einstaklingar sem þola illa lyfjameðferðir geta gert. Mun ég reyna svara þessum tveimur spurningum í þessum pistli og vil benda á að nær allt hér fyrir neðan á einnig við um ADHD,“ skrifar Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, í sín­um nýj­asta pistli:

Ef grunur leikur á að barn sé með ADD þá er barnið oftast nær í grunnskóla. Á þeim vettvangi verða einkennin nefnilega oft sýnilegust. Það væri mjög gott að taka spjall við kennara barnsins þar sem hann eyðir talsverðum tíma með barninu í einmitt þeim aðstæðum þar sem reynir á verkefnavinnu og þarf af leiðandi einbeitingu. Starfsmenn skólans eiga að vita hver næstu skref eru varðandi greiningu ef sterkur grunur leikur á að barnið sé með einkenni ADD.

Fullorðnir einstaklingar sem hafa verið greindir með ADD og þola illa lyfjagjafir geta prufað önnur úrræði. Þá er þetta dæmigerða líkt og regluleg hreyfing og hollt mataræði eitt af því sem getur ýtt undir betri einbeitingu. Sykraður matur hefur ekki góð áhrif á blóðsykurinn og getur einbeitingin sveiflast í takt við hann sem dæmi.

Rannsóknir hafa einmitt stutt við mikilvægi morgunmats, börnum sem borða reglulegan morgunmat (greining eða ekki greining) gekk betur í skólanum en hópurinn sem borðaði engan morgunmat sýndi ein rannsókn.

Reglulegur og góður nætursvefn er ekki síður mikilvægur.

Þetta á að sjálfsögðu við bæði börn og fullorðna.

Fæðubótaefni? Þau geta gert mikið gagn. Rannsóknir hafa leitt í ljós að Omega 3 fitusýrur úr t.d. fiskiolíu eða hörfræjaolía hafa mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu og heilann almennt. Vinkona mín hafði orð á því að kennari barnsins hennar hefði einmitt séð mikinn mun á einbeitingu barnsins eftir að hún byrjaði að gefa barninu lýsi reglulega.

Að auki hef ég heyrt mjög góðar sögur af Happy Calm Focus sem fæst í Heilsuhúsinu á Íslandi. Það er hægt að lesa umfjallanir hér á Amazon. Það er þó ekki ætlað ungum börnum frekar en lesitín.

Vinkona mín sem þoldi illa Happy Calm Focus sagði mér að hún hefði fundið mjög mikinn mun á einbeitingu sinni eftir að hafa tekið inn lesitín. Sumir rannsakendur vilja meina að einstaklingar með Alzheimer eða aðra hugræna hrörnun geti haft gagn af lesitíni. Náttúrulegt lesitín er efni sem finnst nú þegar í líkama okkar og raunar öllum lífverum.

Að lokum vil ég benda á að álag hjálpar aldrei til. Álag eða stress gerir alltaf einkenni verri, sama í hvaða formi þessi einkenni eru. Þetta gildir um króníska verki, ADD, áráttu og þráhyggju og svo framvegis. Reyndu að forðast álag eftir fremsta megni því langtímastress eitt og sér hefur neikvæð áhrif á skammtímaminnið.

Get svo ekki endað pistilinn án þess að benda á mindfulness (núvitund) fyrir alla aldurshópa. Rannsóknir sýna að mindfulness geti dregið verulega úr einkennum ADD en einnig ADHD.

Ég vona að þið getið dregið gagn af þessum pistli. Fyrirspurnir eða tímabókanir fyrir ráðgjöf má senda hér: https://mindtherapy.dk/en/contact/

Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi.
Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi.
mbl.is

Hætt að sofa saman eftir 15 ára samband

Í gær, 22:00 „Þó við eigum margt sameiginlegt þá erum við ólíkir persónuleikar, t.d. er ég mun félagslyndari hann. Það reynist okkur því oft erfitt að gera eitthvað félagslegt því hann hangir oft og tíðum bara í símanum á meðan.“ Meira »

Ást kvenna til karla spilar stórt hlutverk

Í gær, 18:00 Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudaginn. Ritgerðin ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf hefur alltaf haft áhuga á hvers kyns mismunun og þegar henni bauðst tækifæri á að skoða valdaójafnvægi í íslensku viðskiptalífi lét hún slag standa. Meira »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

Í gær, 16:00 Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

Í gær, 12:10 Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

Í gær, 11:27 Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

Í gær, 05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

í fyrradag Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

í fyrradag Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

í fyrradag „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

í fyrradag Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í fyrradag Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í fyrradag Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

16.8. Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

16.8. Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

16.8. „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

16.8. Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »