Turner æfir 6 sinnum í viku

Sophie Turner.
Sophie Turner. mbl.is/AFP

Game of Thrones-stjarnan Sophie Turner finnst best að æfa sex sinnum í viku. Hún er í góðu formi og er hrifnust af æfingum með hárri ákefð. 

Hin 23 ára leikkona fékk sér einkaþjálfara árið 2016 þegar hún var að undirbúa sig fyrir tökur á kvikmyndinni X-Men: Apocalypse. Þá fór hún í gegnum erfitt æfingatímabil og hefur haldið áfram að leggja hart að sér síðan þá. 

Einkaþjálfarinn hennar, James Farmer, sagði í viðtali að hann hafi hjálpað henni einnig með mataræðið. Farmer segir helstu mistök sem Turner gerði vera að borða ekki morgunmat. Hann hjálpaði henni að taka til í mataræðinu, sem hún hefur haldið síðan þá. Hún heldur sig við fitulítið mataræði, borðar fitusnautt prótein, holla fitu og mikið af grænmeti. 

Þau leggja helst áherslu á æfingar sem taka á allan líkamann, eins og brekkuspretti og burpees. Saman við þær æfingar blanda þau svo ketilbjöllu og lóðaæfingum sem og æfingum sem krefjast aðeins líkamsþyngdar.

Turner reynir einnig að hreyfa sig mikið í daglegu lífi og kýs heldur að hjóla um borgir ásamt eiginmanni sínum Joe Jonas í stað þess að taka leigubíl.

Turner vill heldur hjóla um borgir ásamt eiginmanni sínum en …
Turner vill heldur hjóla um borgir ásamt eiginmanni sínum en að taka leigubíl. AFP
mbl.is