Með köllun til þess að hjálpa fólki

Helga Arnardóttir.
Helga Arnardóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Helga Arnardóttir, stofnandi og eigandi Andlegrar heilsu, vill einblína á andlega heilsu í stað sjúkdóma. Helga er gangandi sönnun þess að aðferðir þær sem hún notar virka. Hún á auðvelt með að tengjast og treysta. Andar inn í hverja einustu spurningu blaðamanns og svarar af jákvæðni og kærleika, með litlar sem engar varnir uppi. 

Helga er ekki hinn dæmigerði sálfræðingur í fasi, hún reynir ekki að greina eða meta heldur hvílir í sér og augnablikinu á eftirtektarverðan hátt. Helga viðurkennir að starfið sé köllun, hún hafi frá unga aldri haft mikinn áhuga á andlegri heilsu og að hjálpa fólki að líða vel. Tildrögum þess lýsir hún á eftirfarandi hátt: „Ég fór sjálf í gegnum andlega erfiðleika á unglingsárum og árunum í kringum tvítugt. Ég hafði þessa löngun að líða betur sjálf og svo að sama skapi að hjálpa fólki í kringum mig að líða betur.“ Helga er með BA-gráðu í sálfræði og stefndi að því að verða klínískur sálfræðingur á þeim tíma sem hún hóf námið. Hún starfaði meðfram því á Kleppi og léði þeim stað krafta sína í sex ár eftir námið. „Eftir reynslu mína á Kleppi breyttist stefnan í náminu.

Meðal þess sem ég áttaði mig fljótlega á var að flestir skjólstæðingarnir sem dvöldu á Kleppi áttu sér sögu um mikil áföll eða erfiðleika í æsku og ég velti því oft fyrir mér hvort staða þeirra hefði verið önnur ef þeir hefðu alist upp við betri aðstæður. Ég áttaði mig líka á að vísindin og kenningarnar á bak við geðsjúkdóma og einkenni þeirra eru mun óljósari og vanþróaðri en ég hafði haldið og að það eitt að draga úr einkennum andlegra sjúkdóma eykur ekki endilega andlega vellíðan og lífsgæði fólks. Að lokum áttaði ég mig á því að það besta sem ég gat gert fyrir skjólstæðingana sem þar dvöldu var að tengjast þeim, hlusta á sögu þeirra og sýna þeim þá hlýju, samkennd og skilning sem ég fann gagnvart þeim. Ég fór því að efast um gagnsemi þess að einblína á sjúkdómsgreiningar og einkenni vandans og ég vildi finna leiðir til þess að vinna sérstaklega með andlega heilsu fólks en ekki sjúkdóma, hvar sem fólk væri statt varðandi andlega heilsu sína.“

Forritið Happ app

Eftir að Helga áttaði sig á þessu hóf hún mastersnám í Hollandi þar sem hún lagði stund á félags- og heilsusálfræði. Hún útskrifaðist þaðan árið 2014, á sama tíma og nám í jákvæðri sálfræði var að fara af stað hér á landi. Hún var því í fyrsta útskriftarhópi í jákvæðri sálfræði, sem er diplómanám á meistarastigi, kennt í Endurmenntun Háskóla Íslands. Lokaverkefni Helgu snerist um að búa til snjallforritið Happ app, þar sem hún veitir almenningi aðgang að leiðum til að hlúa að andlegri heilsu og vellíðan. Forritið er ekki unnið í hagnaðarskyni og er notendum gjaldfrjálst og því aðallega fjármagnað með styrkjum. Verkefnið hefur fengið ýmsa styrki, meðal annars úr lýðheilsusjóði. Hugmyndin var í upphafi að hluta til fjármögnuð með hópfjármögnun þar sem fyrirtækjum var gefinn kostur á að styrkja verkefnið og fá í staðinn fyrirlestur um andlega heilsu og vellíðan fyrir starfsfólk sitt. „Það má segja að þetta hafi verið byrjunin á vinnunni minni,“ segir Helga.

Hvernig lýsir Helga andlegu heilbrigði?

„Andleg heilsa snýst í raun um nokkra þætti; að líða almennt vel, finna fyrir innri friði, treysta sér til að takast á við áskoranir dagslegs lífs, gefa fundið fyrir ánægju af áhugamálum og/eða vinnu og búa við góð félagsleg tengsl. Auðvitað er síðan eðlilegt að líða stundum illa, sem er alls ekki merki um að andleg heilsa sé slæm nema vanlíðanin vari yfir langt tímabil og sé mjög mikil. Þegar við erum ekki við góða andlega heilsu geta hversdagslegar áskoranir eins og að hringja í stofnanir og mæta í veislur vaxið okkur í augum og okkur hættir til að einangra okkur. Við höfum öll mismikla þörf fyrir samveru með öðru fólki og ég er sjálf svolítill intróvert en engu að síður erum við félagsverur í eðli okkar og höfum þörf fyrir að tengjast fólki og verja tíma saman. Félagsleg tengsl eru því mikilvægur hluti af andlegri heilsu.“

Greinir tækifæri og elur á styrkleikum fólks

Í starfi sínu sinnir Helga einkaráðgjöf og heldur fyrirlestra og námskeið fyrir hópa.

„Þegar fólk kemur til mín í ráðgjöf er það yfirleitt vegna þess að það stendur frammi fyrir ákveðnum vanda eða líður ekki nógu vel. Í stað þess að verja miklum tíma í að greina vandann og finna leiðir til að draga úr honum könnum við frekar hvað það er sem viðkomandi vill nálgast í lífi sínu. Það getur verið ýmislegt eins og innri friður, meiri gleði, tilhlökkun, sjálfsöryggi eða hvað sem er. Við skoðum því í sameiningu hvaða breytingar fólk vill gera á daglegri rútínu til að nálgast þetta og oft setur fólk sér markmið um að gera ákveðnar æfingar eða athafnir heima á milli þess sem það kemur í tíma til mín. Þetta geta verið núvitundaræfingar, þakklætisæfingar, taka styrkleikapróf, efla félagsleg tengsl og margt fleira. Eins kanna ég styrkleika fólks, hjálpa því að sýna sjálfsumhyggju og skoða tilfinningar sem koma upp á yfirborðið í ákveðnum aðstæðum. Kærleiksrík nærvera og hlustun hefur líka mikið að segja í einkaráðgjöf.“

Á námskeiðunum sem Helga er með eru oft 10-15 manna hópar. Á námskeiðunum miðlar hún þekkingu um efnið til fólks og æfingum sem hægt er að gera dags daglega til að rækta með sér ákveðna eiginleika en hún leggur líka mikið upp úr umræðum. „Það er svo mikil viska í reynslu fólks og það að geta speglað sig í áskorunum annarra er dýrmætt. Síðan gerum við yfirleitt hugleiðsluæfingar saman, núvitundaræfingar, þakklætisæfingar og fleira áhugavert sem opnar huga fólks og breytir afstöðu þess til lífsins og tilverunnar.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Megastutt en áhrifarík æfing Önnu

16:00 Anna Eiríksdóttir kennir lesendum að gera stutta en mjög áhrifaríka æfingu. Það eina sem þú þarft er jóga-dýna og svo er ágætt að vera í léttum leikfimisfötum. Meira »

Elli og Solla létu pússa sig saman

12:10 Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

11:27 Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

Í gær, 23:29 Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

Í gær, 20:30 Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

í gær „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

í gær Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í gær Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í gær Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

í fyrradag Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

í fyrradag Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

16.8. „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

16.8. Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »

Tóku frumskógarþemað alla leið

15.8. Systurnar Cara og Poppy Delevingne eru svo nánar að þær búa saman í einstöku húsi í Los Angeles.   Meira »

„Ég var stressuð og sveitt í lófunum“

15.8. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er stödd í Osló í Noregi þessa stundina þar sem sjónvarpsþátturinn Beforeigners var frumsýndur í gær. Ágústa Eva klæddi sig upp fyrir rauða dregilinn og segir hún að þetta sé hennar fyrsta gala-frumsýning. Meira »
Meira píla