Ert þú of lengi í sömu nærbuxunum?

Ertu í hreinum nærbuxum?
Ertu í hreinum nærbuxum? mbl.is/ThinkstockPotos

Það eru margir sem hafa sett sér þá reglu að skipta um nærbuxur á hverjum degi. Það eru þó alls ekki allir sem skipta svo oft um nærbuxur og sumir gera það mun sjaldnar ef marka má bandaríska könnun sem greint er frá á vef Mirror

Þegar eitt þúsund Bandaríkjamenn voru spurðir hversu oft þeir skiptu um nærbuxur voru einungis 45 prósent sem sögðust skipta um nærbuxur á hverjum degi. Það kom kannski einna helst á óvart að 13 prósent viðurkenndu að hafa verið í sömu nærbuxunum í heila viku. Karlmenn eru sagðir mun líklegri en konur til þess að vera aðeins of lengi í sömu nærbuxunum.

Ýmislegt annað kom í ljós en 46 prósent sögðust hafa átt sömu nærbuxurnar í meira en ár. Það er líklega ekkert að því að eiga sömu nærbuxurnar í meira en ár en 38 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni höfðu gleymt því hvenær nærbuxurnar voru keyptar. 

Hvað ert þú lengi í sömu nærbuxunum?
Hvað ert þú lengi í sömu nærbuxunum? mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál