Thelma Ásdísardóttir léttist um 74 kíló

Thelma Ásdísardóttir á forsíðu Vikunnar.
Thelma Ásdísardóttir á forsíðu Vikunnar.

Thelma Ásdísardóttir, baráttukona gegn kynferðislegu ofbeldi, er nær óþekkjanleg á forsíðu Vikunnar. Í viðtali við Vikuna talar hún opinskátt um hvernig hún fór að því að léttast um 74 kíló. Mannlíf birtir brot úr viðtalinu þar sem Thelma segist hafa einbeitt sér að því síðasta eina og hálfa árið að komast í betra form. 

Thelma segist hafa aukið vatnsdrykkju til að byrja með. Hún fór svo út að ganga en hún lýsir því að fyrsti göngutúrinn hafi einungis verið 400 hundruð metrar. 

„Fyrsta skrefið í nýjum lífsháttum tók Thelma í febrúar 2018, fyrir einu og hálfu ári, en það er ár síðan hún tók sykurinn út og hún segir að það hafi eiginlega verið fyrst þá sem hún fór að sjá verulegan mun á sér,“ segir í viðtalinu.

Síðan að Thelma tók sykurinn út hafa 63 kíló farið en hún þakkar föstu, sykurleysi og hreinu mataræði árangurinn. 

„Síðan ég tók sykurinn út hafa 63 kíló farið en í heildina eru farin 74 kíló, þannig að það er farinn heill karlmaður af konunni,“ segir Thelma Ásdísardóttir í viðtalinu. 

Thelma Ásdísardóttir árið 2015.
Thelma Ásdísardóttir árið 2015. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál