Missti sig í súkkulaði eftir 3 mánaða sykurbindindi

Naomie Harris leyfir sér sætindi inn á milli.
Naomie Harris leyfir sér sætindi inn á milli. mbl.is/AFP

Bond-leikkonan Naomie Harris hefur þakkað fyrir heilsu sína á hverjum degi síðan hún fór í hryggskekkjuaðgerð þegar hún var barn. Hún hreyfir sig reglulega að því fram kemur í viðtali við Shape og borðar eftir 80/20-aðferðinni sem hefur reynst mörgum vel.

„Ég borða mjög hollt fæði. Ég trúi því að þú finnir það sem virkar fyrir þig með því að prófa og gera mistök. Mataræði mitt er í grunninn það sem ég hef komist að eftir að hafa í mörg ár prófað mig áfram og hlustað á líkama minn,“ segir Harris sem borðar mikið af heitum mat, pottréttum og súpum, líka í morgunmat enda með afar hraða brennslu. 

Hún segir einnig mikilvægt að leyfa sér eitthvað í hófi og borðar hollt í 80 prósent tilvika. „Ég hætti einu sinni að borða sykur í þrjá mánuði og svo einn daginn borðaði ég fimm súkkulaðistykki. Þú verður að leyfa þér sætindi endrum og eins. Ég er heltekin af súkkulaði. Og nýbakað heitt brauð með smjöri og osti er mín hugmynd um himnaríki.“

Harris hreyfir sig líka og fer í pilates-tíma tvisvar í viku og syndir í 45 mínútur þrisvar í viku. Hún hugleiðir tvisvar á dag í 20 mínútur og segir það hafa gjörsamlega breytt lífi sínu. 

Naomie Harris ásamt Daniel Craig á frumsýningu Skyfall í Royal …
Naomie Harris ásamt Daniel Craig á frumsýningu Skyfall í Royal Albert Hall árið 2012. mbl.is/AFP
mbl.is