Heilsuráð Halle Berry

Leikkonan Halle Berry er í góðu formi.
Leikkonan Halle Berry er í góðu formi. AFP

Halle Berry er örugglega ein af þeim sem eru í besta forminu í Hollywood og hún er komin yfir fimmtugt. Berry hefur talað um það að vinnan skili sér ef maður leggi mikið á sig og það hefur hún svo sannarlega gert. Hún er dugleg að deila ráðum með aðdáendum sínum. Hér eru 10 góð ráð frá Berry. 

Settu þér markmið

Eina leiðin til að ná markmiðum sínum er að setja sér þau.

Hafðu það skemmtilegt í ræktinni

Það þarf ekki að vera leiðinlegt í ræktinni. Finndu það sem þér finnst skemmtilegt að gera og mundu að prófa eitthvað nýtt reglulega.

Hreyfðu þig í kringum meiðsli

Það er alveg hægt að fara í ræktina þóað  eitthvað ami að. Finndu æfingar þér við hæfi.

Finndu góðan félaga

Berry segir það lykilatriði að hafa einhvern skemmtilegan með sér í ræktinni sem hvetur mann til að gera betur.

Ekki sleppa upphitun

Berry segir mjög mikilvægt að teygja á og hita sig vel upp fyrir æfingar. Þá forðastu líka meiðsli. 

Fáðu hjálp frá fagaðila

Það getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum og komið í veg fyrir meiðsli ef þú talar við einhvern fagaðila í ræktinni.

Halle Berry drekkur stórt vatnsglas á hverjum morgni.
Halle Berry drekkur stórt vatnsglas á hverjum morgni. AFP

Róleg úthaldsþjálfun er líka góð

Það þarf ekki að lyfta þungu á hverjum degi. Berry segist til dæmis elska skíðavélina.

Skipulegðu máltíðir

Berry skipuleggur hvað hún borðar og hvenær út frá æfingunum sínum.

Drekktu vatn strax á morgnana

Berry drekkur stórt vatnsglas með smá sítrónusafa á hverjum morgni.

Íhugaðu að fara á ketó en taktu það rólega

Berry er með sykursýki og hefur stuðst við lágkolvetnafæði til að hafa stjórn á henni. Hún segir þó að fólk þurfi að prófa sig áfram og kanna hvort það henti því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál