Kollagen hjálpar í baráttunni við streituna

Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir og eigandi Jurtaapóteksins, segir að streita sé að fara með heilsu nútímafólks.

„Streita minnkar blóðflæði til meltingarlíffæranna því allt blóðið fer út í hendur, fætur og haus svo maður geti hlaupið eins hratt og maður getur,“ segir Kolbrún. 

Hún segir að þegar fólk þjáist af mikilli streitu þurfi það að huga að smáþörmunum. Það geti auðveldlega komið göt á slímhúðina sem hefur áhrif á ónæmiskerfið. Hún mælir með því að fólk taki inn hreint prótein til þess að laga þarmaflóruna. 

„Best er að hafa próteinið eins hreint og hægt er. Ég mæli með Feel Iceland-próteininu því ég fæ margt fólk til mín sem er viðkvæmt, en það getur notað þetta. Þetta prótein fer strax í það að gera við því það byggir upp bandvef líkamans og hefur áhrif á húðina, sinar, neglur og hár. Það sést á fólki hvort það er að taka inn kollagen,“ segir hún. 

Uppskrift að Turmerik latte

2 tsk. turmeric

2 msk. MCT olía

2 msk. hörfræolía

1 bolli jurtamjólk

1 bolli soðið vatn

pínu salt

1 tsk. engiferduft

2 msk. kollagen frá Feel Iceland 

Allt sett í blandara og drukkið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál