Missti 30 kíló og gerðist einkaþjálfari

Morgan Farnsworth missti 30 kíló.
Morgan Farnsworth missti 30 kíló. skjáskot/Instagram

Morgan Farnsworth var 120 kíló þegar hún var þyngst. Hún segir margar ástæður vera fyrir af hverju hún ákvað að taka líf sitt föstum tökum og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. 

Þegar hún var 120 kíló sögðu læknar henni að hún væri líklegt til þess að greinast með sykursýki ef hún myndi ekki breyta lífsstíl sínum. Stuttu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn, fyrir tæpum tveimur árum ákvað hún að breytast. 

Hún mátti ekki æfa fyrstu sex vikurnar eftir fæðingu og ákvað því að fylgjast mjög vel með mataræðinu. Það sem virkaði best fyrir hana var að fylgjast með skammtastærðum og telja hitaeiningar. Þegar hún mátti svo fara að hreyfa sig fann hún aftur hamingjuna í ræktinni.

Farnsworth segist hafa hreyft sig mikið og lyft lóðum þegar hún var unglingur. Þegar hún varð eldri hafði hún sífellt minni tíma og á endanum hætti hún að hreyfa sig. Þegar hún steig aftur inn í ræktina í desember 2017 fann hún hvernig hún var komin aftur á heimavöll. 

Hún ákvað svo að læra einkaþjálfarann og starfar við það í dag. „Ég elska styrktar þjálfun en þekking mín og ástríða hefur aukist mikið. Ég er núna einkaþjálfari, starf sem mig hefur alltaf dreymt um að sinna en aldrei haft trú á að ég gæti gert. Allavega ekki fyrr en ég missti 30 kíló og ákvað að ég ætlaði að hjálpa fólki eins og mér. Ég er búin að vera einkaþjálfari í um 9 mánuði og elska það,“ sagði Farnsworth í pistli á Women's Health

Farnsworth er einkaþjálfari í dag.
Farnsworth er einkaþjálfari í dag. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál