Kristín Sif þyngdist um tíu kíló - gettu hvað hún gerði rangt

Kristín Sif Björgvinsdóttir skildi ekki hvers vegna hún væri að ...
Kristín Sif Björgvinsdóttir skildi ekki hvers vegna hún væri að þyngjast.

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, segir frá því á Instagram að hún hafi þyngst um tíu kíló og alls ekki skilið hvers vegna. Kristín Sif er ein hraustasta kona Íslands en hún æfir crossfit af kappi og keppir í hnefaleikum. 

Á Instagram segir hún frá því að hafa borðað mjög hollan og mjög hreinan mat og hafi leitað til sérfræðings til að fá skýringu á því hvers vegna hún væri að þyngjast svona. Hún segist loksins vera komin á rétta braut eftir algert rugl tímabil. 

Hún játar að hún hafi ekki skilið neitt í neinu og fylgst með tölunni á vigtinni fara upp. 

„Ég fylgdist vandlega með mataræðinu og þyngdinni út af því að ég er að boxa, en allt í einu, án þess að breyta neinu í mataræðinu. Ég borðaði hreinan og góðan mat, þá þyngdist ég um 10 kg á nokkrum mánuðum. Ég gat ekki fundið út hver ástæðan væri. Ég fór í blóðprufu, talaði við sérfræðinga og áttaði mig svo á því að þetta væri getnaðarvörnin sem var að orsaka þetta… Hormónar!“

Hún segir frá því að hún hafi látið fjarlægja getnaðarvörnina sem hún var á og nú eru fimm kíló farin á einum mánuði án þess að hún hafi breytt neinu í mataræði sínu. 

View this post on Instagram

Back on track!!! After fer months of not understanding why I was gaining weight, I figured out what was causing it. Always think well and hard before putting anything in your body. I was tracking my diet and weight carefully because of my boxing, then all of a sudden without changing anything in my diet, I ate clean good food. I gained 10kg over a few months period. I couldn’t figure out why, I when for a blood test, spoke to experts and then I realised it was my contraception that was causing it.... hormones! It had the contraception removed and have lost 5 kg already in one month without changing the amount og macronutrients I am eating. CRAZY... right? @underarmouriceland #TeamUA @perform.is @aminoenergyiceland @artasanehf @hudfegrun.is #mrnæringarþjálfun #fighter #boxer #dottir #crosssfit #femalefighter #femaleboxer #strong #healthy #eatclean #workhard

A post shared by Kristin Bjorgvinsdottir (@kristinbob) on Sep 29, 2019 at 4:01am PDT

mbl.is