Kristín Sif þyngdist um tíu kíló - gettu hvað hún gerði rangt

Kristín Sif Björgvinsdóttir skildi ekki hvers vegna hún væri að …
Kristín Sif Björgvinsdóttir skildi ekki hvers vegna hún væri að þyngjast.

Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100, segir frá því á Instagram að hún hafi þyngst um tíu kíló og alls ekki skilið hvers vegna. Kristín Sif er ein hraustasta kona Íslands en hún æfir crossfit af kappi og keppir í hnefaleikum. 

Á Instagram segir hún frá því að hafa borðað mjög hollan og mjög hreinan mat og hafi leitað til sérfræðings til að fá skýringu á því hvers vegna hún væri að þyngjast svona. Hún segist loksins vera komin á rétta braut eftir algert rugl tímabil. 

Hún játar að hún hafi ekki skilið neitt í neinu og fylgst með tölunni á vigtinni fara upp. 

„Ég fylgdist vandlega með mataræðinu og þyngdinni út af því að ég er að boxa, en allt í einu, án þess að breyta neinu í mataræðinu. Ég borðaði hreinan og góðan mat, þá þyngdist ég um 10 kg á nokkrum mánuðum. Ég gat ekki fundið út hver ástæðan væri. Ég fór í blóðprufu, talaði við sérfræðinga og áttaði mig svo á því að þetta væri getnaðarvörnin sem var að orsaka þetta… Hormónar!“

Hún segir frá því að hún hafi látið fjarlægja getnaðarvörnina sem hún var á og nú eru fimm kíló farin á einum mánuði án þess að hún hafi breytt neinu í mataræði sínu. 

View this post on Instagram

Back on track!!! After fer months of not understanding why I was gaining weight, I figured out what was causing it. Always think well and hard before putting anything in your body. I was tracking my diet and weight carefully because of my boxing, then all of a sudden without changing anything in my diet, I ate clean good food. I gained 10kg over a few months period. I couldn’t figure out why, I when for a blood test, spoke to experts and then I realised it was my contraception that was causing it.... hormones! It had the contraception removed and have lost 5 kg already in one month without changing the amount og macronutrients I am eating. CRAZY... right? @underarmouriceland #TeamUA @perform.is @aminoenergyiceland @artasanehf @hudfegrun.is #mrnæringarþjálfun #fighter #boxer #dottir #crosssfit #femalefighter #femaleboxer #strong #healthy #eatclean #workhard

A post shared by Kristin Bjorgvinsdottir (@kristinbob) on Sep 29, 2019 at 4:01am PDT

mbl.is