Vegan í eitt ár og hefur misst 15 kíló

Jón Gnarr er búinn að vera vegan í eitt ár.
Jón Gnarr er búinn að vera vegan í eitt ár. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Skemmtikrafturinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur verið á vegan mataræði í eitt ár. Á því ári hefur Jón lést um 15 kíló. 

Jón skrifar í færslu á Twitter að hjartað sé mun betra í kjölfarið, blóðþrýstingurinn betri og líðanin betri. Hann ætlar sér að halda áfram á sömu braut. 

mbl.is