Af hverju hverfur maginn ekki?

Er magafitan að stríða þér?
Er magafitan að stríða þér? mbl.is/Thinkstockpotos

Það kannast margir við hversu erfitt það er að losna við aukakíló sem safnast gjarnan saman á maganum og í kringum mittið. Þú ert kannski að borða hollt, hreyfa þig en samt gerist ekkert. Á vef Prevention er farið yfir ástæður þess að maginn vill bara stækka og getur það meðal annars verið hormónum að kenna, sérstaklega hjá konum á besta aldri.  

Lausnin er ekki endilega í töfluformi en hægt er að byrja á því að minnka sykurát, unna matvöru, mjólkurvörur, áfengi og koffín. Einnig skiptir máli að kunna að takast á við stress. 

Ef eitthvað af eftirfarandi atriðum eiga við má mögulega kenna hormónabreytingum um. 

Þú borðar rétt en þú heldur áfram að fitna

Það getur verið merki um að konur séu með hormónamaga ef þær hafa alltaf verið með flatan maga þangað til á miðjum aldri. Þá á stór og mikill magi það til að birtast upp úr þurru. Sérfræðingur segir að með aldrinum byrji líkaminn oft að geyma fitu í staðinn fyrir að brenna henni. Hormónakerfið breytist þegar breytingarskeiðið nálgast og þar með líkamsstarfsemin. 

Holl fita er góð.
Holl fita er góð. mbl.is/Thinkstockphotos

Þú hættir ekki að borða

Breytingar geta einnig haft þau áhrif að líkaminn áttar sig ekki á hvenær hann er saddur. Breytingar á hormónunum geta haft þau áhrif að þú finnur ekki fyrir seddu og hættir því ekki að borða þegar þú ættir að gera það. 

Mislyndi

Hormónabreytingar hafa áhrif á lundarfarið sem getur leitt til þyngdaraukningar. Sérfræðingur mælir með að konur einbeiti sér að hreyfingu og borði mikið af grænmeti, hollra fitu og flóknum kolvetnum. Segir hann að þessi fæða dragi meðal annars úr sykurlöngun og hafi góða áhrif. Segir hann auk þess að konur eigi ekki að kenna sjálfum sér um lélega sjálfsstjórn heldur hormónabreytingum. 

Stress

Stresshormónið getur einnig verið ástæða hormónamagafitu. Stresshormónið í líkamanum eykst þegar líkaminn finnur fyrir of miklu álagi, stressi. Getur þetta leitt til þyngdaraukningar. Sérfræðingur segir að mikið stress og kvíði geti valdið því að líkaminn fer í ástand þar sem hann hugsar bara um að lifa af og geymir því fitu í stað þess að brenna henni. 

Þú ert alltaf þreytt en sofnar ekki

Svefnleysi og mikil þreyta geta verið merki um að hormónaójafnvægi og þyngdaraukningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál