Fer í ísbað eftir hverja tónleika

Lady Gaga hugsar vel um heilsuna.
Lady Gaga hugsar vel um heilsuna. AFP

Tónlistarkonan Lady Gaga sýndi á dögunum frá því hvernig hún undirbýr sig fyrir hverja tónleika og hvernig hún kælir sig niður, bókstaflega, eftir hverja tónleika. 

Gaga býr núna í borginni Las Vegas í Bandaríkjunum og er með tónleika þar í hverri viku. Hún segir í færslu sinni að hún taki vel á því fyrir tónleika. Á myndinni er hún að stíga upp úr sundlaug með bleik sundgleraugu svo æfing dagsins virðist hafa verið sund. 

Lady Gaga smart í lauginni í bleikum sundbol með sundgleraugu …
Lady Gaga smart í lauginni í bleikum sundbol með sundgleraugu í stíl. skjáskot/Instagram

Eftir tónleika fer hún svo í 5-10 mínútna ísbað. Síðan fer hún í heitt bað í 20 mínútur og endar kvöldið á „compression“ galla með frystipokum í 20 mínútur.

Það má því segja að Gaga hugsi vel um heilsuna en hún er greind með vefjagigt. Hún sagði ítarlega frá því í heimildarmynd sinni á Netflix hversu mikil áhrif gigtin hefði á hennar daglega líf og hefur hún þurft að hætta við tónleika vegna verkja. 

mbl.is