Michelle Obama sýnir magavöðvana

Michelle Obama er dugleg að hreyfa sig.
Michelle Obama er dugleg að hreyfa sig. AFP

Fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, hefur lengi reynt að vera góð fyrirmynd þegar kemur að heilsu og hreyfingu. Obama hefur haldið áfram að hvetja fólk til að hreyfa sig þrátt fyrir að vera flutt úr Hvíta húsinu. Hún birti nýverið mynd á Instagram sem sýnir vel þjálfaða magavöðva hennar. 

Það getur verið erfitt að koma sér á æfingu og erfitt á æfingum en vellíðanin sem fylgir því að æfa er það sem margir sækjast eftir. Þessa tilfinningu kannast Obama vel við og skrifar einmitt að manni líði ekki alltaf vel meðan á æfingu stendur. Hún segist þó alltaf vera ánægð með að hafa skellt sér í ræktina. 

Með þessum hvetjandi skilaboðum birti Obama mynd af sér gera framstig með bolta. Hefur æfingin líklega reynt vel á allan líkama Obama. 

View this post on Instagram

It doesn’t always feel good in the moment. But after the fact, I’m always glad I hit the gym. How did you all take care of yourself on this #SelfCareSunday? 💪🏾

A post shared by Michelle Obama (@michelleobama) on Oct 20, 2019 at 11:45am PDT

mbl.is