Gyrti niður um sig til að sýna árangurinn

Alec Baldwin hefur grennst.
Alec Baldwin hefur grennst. Skjáskot/Youtube

Leikarinn Alec Baldwin hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera sé grennsti í bransanum. Nú er hins vegar nýr og grennri Alec Baldwin mættur til leiks. Leikarinn sýndi stælta og granna fætur sína í þætti Jimmy Fallon á dögunum. 

Fallon sýndi mynd af gínu síðan í apríl sem var notuð til að líkja eftir Baldwin. Þurfti að koma fyrir aukaefni á maga gínunnar til að líkja eftir vaxtarlagi Baldwins. Vildi leikarinn sýna Fallon hvað hann hefði grennst mikið undanfarna mánuði og gerði það einfaldlega með því að gyrða niður um sig. 

Baldwin var reyndar ekki að rífa sig úr að ofan og virðist því hafa náð meiri árangri á fótleggjunum. Hann sagði jafnframt að buxurnar sínar pössuðu ekki lengur á sig. 

mbl.is