Áhrifvaldur með ömmu í ræktinni

Þær Lesley Maxwell og Tia Christofi fóru saman í ræktina.
Þær Lesley Maxwell og Tia Christofi fóru saman í ræktina. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn Tia Christofi er ekki sú eina sem er dugleg í ræktinni í fjölskyldunni. Hún sýndi frá því á dögunum þegar hún fór í ræktina með ömmu sinni, Lesley Maxwell. Christofi er 18 ára og amma hennar 63 ára. 

Maxwell er fyrrverandi keppandi í vaxtarrækt og hefur unnið yfir 30 titla á heimsvísu. Hún er því enginn eftirbátur ömmustelpunnar sinnar í ræktinni.

Þær Christofi og Maxwell voru að sjálfsögðu í eins ræktarfötum í myndbandinu og sýndu frá æfingunni á Instagram. Þær eru báðar virkar á Instagram, Christofi sem áhrifavaldur og Maxwell sem einkaþjálfari. 

Maxwell er dugleg í ræktinni.
Maxwell er dugleg í ræktinni. Skjáskot/Instagram

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heilsu og vaxtarrækt og ég einsetti mér að finna leið til að hlúa að líkamanum svo mér bæði liði yngri og liti út fyrir að vera yngri,“ sagði Maxwell í viðtali við Metro. 

„Ég elskaði að vera sterk og vinna veðmál við stráka um að ég gæti lyft þyngra en þeir. Mamma sagði mér að strákar væru ekki hrifnir af stelpum með vöðva, en ég veit að þeir voru það,“ sagði Maxwell. 

Hún er nú einkaþjálfari og hennar ráð er að nota lóð á æfingum. „Notaðu lóð á æfingum til að skapa líkama sem virðist yngri, það getur lyft og tónað rassinn og handleggina meira,“ sagði Maxwell. 

Ömmustelpan hennar hefur augljóslega tekið ráðum hennar en hún sýnir reglulega frá æfingum sínum á Instagram. Á æfingum notar hún fjölbreyttar aðferðir til að ögra sér. Það hefur skilað henni nokkrum árangri, en hún er með 116 þúsund fylgjendur á Instagram og fær um 81 þúsund Bandaríkjadali á ári fyrir auglýsingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál