Léttist um 55 kíló án þess að fara í ræktina

Mulcahy léttist um 55 kíló á innan við ári.
Mulcahy léttist um 55 kíló á innan við ári. skjáskot/Instagram

Hin ástralska Kylie Mulcahy var 120 kíló í ársbyrjun 2017 og í fatastærð 18-20. Hún hafði alltaf hugsað til þess með hryllingi að velja sér brúðarkjól vegna þyngdar sinnar. 

Þegar hún hinsvegar renndi upp brúðarkjólnum sínum í mars á þessu ári var kjóllinn í stærð 8 og hún 55 kílóum léttari. 

„Ég man eftir að hafa hugsað til þess að ef ég myndi einhverntíman gifta mig, myndi ég labba inn í brúðarkjólabúð og sjá að ekkert myndi passa mér og fólk myndi dæma mig,“ sagði Mulcahy í viðtali við News.com.au.

Mulcahy lenti á botninum í janúar 2017. Hún var ný komin úr 10 ára sambandi og leið illa með sjálfa sig. „Ég var að reyna að leita að hamingjusömum stað og láta mér líða betur, með því að einblína á mig og mína heilsu. Ég átti mjög erfitt með að hafa stjórn á þyngdinni,“ sagði Mulcahy.

Mulcahy fór aldrei í ræktina.
Mulcahy fór aldrei í ræktina. skjáskot/Instagram

Hún hafði reynt margskonar kúra en ekkert gekk. Hún fór því til lækna sem eftir langa leit var hún grein með PCOS og sögðu læknar henni að hún væri á hættu á því að fá sykursýki. 

Í kjölfarið ákvað hún að leita til næringarfræðings sem setti hana á lágkolvetna mataræði og ráðlagði henni að halda sig frá mjólkurvörum og glúteini. Hún lenti hinsvegar á vegg þegar næringarfræðingurinn sagði henni að hreyfa sig. 

Henni leið illa með sjálfa sig og fannst hún ekki í nógu góðu formi til að fara í líkamsræktarstöð. Tilhugsunin um að hreyfa sig á almannafæri hræddi hana mikið.

„Það var það sem ég var hræddust við. Ég vildi ekki fara í ræktina því ég var svo meðvituð um sjálfa mig. Ég keypti mér kort en nýtti það aldrei. Í hvert skipti sem ég steig þar inn fékk ég þá tilfinningu að ég ætti ekki heima þarna,“ sagði Mulcahy.

„Mér leið bara eins og allir væru að horfa á mig og naut mín ekki þarna. Það var í raun peningasóun að kaupa kortið.“

Hún ákvað þó að gefast ekki upp og ákvað að hreyfa sig í stofunni heima. Hún fann fjölda æfingamyndbanda á YouTube á reyndi að fylgja þeim. Henni fannst þó þjálfararnir vera óraunverulegir og tengdi lítið við svokallaða heilsu-áhrifavalda. „Ég prófaði marga, en mér fannst ekkert passa. Allir þjálfararnir eru í stuttum bolum og stuttbuxum með magavöðva,“ sagði Mulcahy.

Hún horfði á þjálfarana sem voru svo ólíkir henni og hugsaði með sér að hún gæti ekki gert sömu æfingar. Það var ekki fyrr en hún leitaði að æfingum með lágri ákefð að hún fann fólk sem hún tengdi við. 

Þannig fann hún rás sem tveir þjálfarar halda úti og sýnir venjulegt fólk í venjulegu líkamlegu ástandi gera æfingar. Þá var ekki aftur snúið 

„Það var eitthvað við þessi myndbönd sem ég laðaðist að og hélt mér við efnið. Ég hélt áfram að fylgja þeim myndböndum og þá fór ég að sjá árangur.“

Hún tók til í mataræðinu og æfði heima hjá sér.
Hún tók til í mataræðinu og æfði heima hjá sér. skjáskot/Instagram

Eftir að hafa fylgt öllum fríu myndböndunum eftir í þrjá mánuði ákvað hún að skrá sig í fjarþjálfun hjá þeim. 

„Í þá þrjá mánuði sem ég horfði á myndböndin heima hugsaði ég með mér að það væri klikkað að ég væri að léttast heima í stofunni, eftir öll þessi ár,“ sagði Mulcahy. 

Í desember sama ár hafði hún létts um 55 kíló og segir að fólk eigi erfitt með að trúa að hún hafi ekki farið í ræktina. 

„Þau trúa mér ekki að maði geti náð árangri heima hjá sér. Það kemur fólki alltaf á óvart og virðist skrítið að maður sé ekki að nota öll þessi tæki og áhöld til að ná árangri, en í alvörunni það virkar.“

Hún er hamingjusamlega gift í dag og er dugleg að deila fróðleik um PCOS á Instagram.

„Núna er ég bara hamingjusöm, elska lífið og er svo miklu öruggari með sjálfa mig. Ég gerði aldrei neitt sem ég elskaði að gera, ég elskaði alltaf að fara á ströndina og að synda. En ég gerði það aldrei því ég skammaðist mín fyrir líkamann minn. Núna er það þver öfugt,“ sagði Mulcahy. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál