18 kílóum léttari eftir athugasemd frá dóttur sinni

Tim McGraw hefur breyst töluvert síðan hann lék í jólamyndinni …
Tim McGraw hefur breyst töluvert síðan hann lék í jólamyndinni Four Christmases Samsett mynd

Kántrísöngvarinn Tim McGraw er rúmlega 18 kílóum léttari en hann var fyrir 11 árum og í miklu betra formi. McGraw segir í viðtali við Men's Health að hann hafi byrjað að hreyfa sig og borða hollt eftir athugasemd frá dóttur sinni. 

Fyrir 11 árum lék McGraw í jólamyndinni Four Christmases með Reese Witherspoon og Vince Vaughn. McGraw var rétt skriðinn yfir fertugt, á hápunkti ferils síns. Dóttir hans sagði hins vegar við hann að hann liti út fyrir að vera stór á skjánum. Árið 2008 var McGraw tæplega 98 kíló. 

Tim McGraw í myndinni Four Christmases.
Tim McGraw í myndinni Four Christmases.

McGraw hætti í kjölfarið að drekka áfengi, borða hamborgara og annan skyndibita. Hann tók einnig upp á því að byrja að fara í göngutúr á morgnana. Göngutúrinn breyttist í 20 mínútna hlaup auk þess sem hann byrjaði fljótlega að lyfta. Hann komst að því að líkamsræktin hjálpaði honum í tónlistinni.

„Ég nota allan líkamann til að syngja, fæturna mínar og rassinn minn,“ segir McGraw í viðtalinu. „Og röddin mín verður sterkar ef ég hef stjórn á þessum hlutum.“

Tim McGraw er í hörkuformi.
Tim McGraw er í hörkuformi. AFP
mbl.is