Kim Kardashian bætti á sig mörgum kílóum

Kim Kardashian segist hafa fitnað að undanförnu.
Kim Kardashian segist hafa fitnað að undanförnu. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian verður líklega seint talin of feit en samt sem áður er hún að reyna að grenna sig. Kardashian greindi frá því um helgina að því fram kemur á vef People að hún hefði bætt á sig átta kílóum á síðasta eina, eina og hálfa árinu. 

„Við erum að taka æfingu fyrir kvöldmat, eitthvað sem ég geri aldrei,“ sagði Kardashian á Instagram á laugardagskvöldið og bætti því við að nú þyrfti hún að fara gera eitthvað í málunum. Telur Kardashian að hún sé átta kílóum þyngri í dag en hún var fyrir ári eða einu og hálfi árið síðan. „Stundum förum við út af brautinni og stundum erum við virkilega með þetta,“ hélt hún áfram. 

Kim Kardashian ásamt Kanye West í maí árið 2019.
Kim Kardashian ásamt Kanye West í maí árið 2019. AFP

Kardashian vonast til að léttast með hjálp þjálfara síns. Hefur hún sett sér markmið sem hún vill ná áður en hún verður fertug en það verður ekki fyrr en í október 2020. Segist hún þurfa að æfa vel en einnig hugsa um mataræðið. 

Kardashian var aftur mætt í ræktina á sunnudagsmorgun og virðist því ekki slá slöku við. „Morgunæfing eftir kvöldæfingu er best í heimi,“ skrifaði stjarnan á Instagram. 

Það er gott að setja sér markmið eins og Kim Kardashian hefur greinilega gert en eins og CrossFit-þjálfarinn Evert Víglundsson sagði í viðtali við Smartland í haust þá er ekki gott að ætla sér of mikið í byrjun. 

„Það sem skipt­ir mestu máli í öllu er stöðug­leiki. Það skipt­ir meira máli að þú mæt­ir reglu­lega í rækt­ina en hvað þú ger­ir. Ég held að flest­ir ætli sér of mikið í byrj­un og sjá svo fram á að ráða ekki við það,“ sagði Evert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál