Léttist um 57 kíló og vinirnir gerðu grín að henni

Nicole Caperilla léttist um 57 kíló.
Nicole Caperilla léttist um 57 kíló. skjáskot/Instagram

Hin 31 árs gamla Nicole Caperilla léttist um 57 kíló á síðustu tveimur árum. Vinir hennar áttu erfitt með að henni hefði tekist að missa næstum helming líkamsþyngdar sinnar og gerðu grín að lífstílsbreytingu hennar. Hún hætti því samskiptum við þessa svokölluðu vini sína og gerðist einkaþjálfarar

Caperilla hafði verið í ofþyngd frá því hún var ung og átti í slæmu sambandi við mat. Hún borðaði mestmegnir pítsur, hamborgara og kolvetnaríkan mat og þegar hún var sem þyngst var hún 120 kíló. 

„Á fyrstu meðgöngunni minni fitnaði ég mjög mikið og náði henni ekki af mér. Ég reyndi hvaða megrun ssem var, en ekkert gekk. Ég held ég hafi leyft þessu að halda áfram því ég setti ekki heilsuna í fyrsta sæti. Ég vann næturvaktir og það þýðir slæmur svefn og það var erfitt að taka góðar ákvarðanir. Síðan varð ég heimavinnandi móðir og þetta varð bara vera,“ sagði Caperilla. 

View this post on Instagram

Got in the attic tonight to pull out my big reds. I got rid of all of my old clothes EXCEPT these and I never will. I’ll never forget the day I got these. I knew I had to do something. Something had to change. Even when I bought these they were too tight on my waist, to the point I put a hair tie in the button hole to extend them. Stretched to the max. But I refused to go a size bigger. I was so disappointed in myself. Throughout my weight loss journey I will occasionally dig these out and try them on and it always brings a smile to my face when they are bigger on me each time. I am so proud of myself that I decided to change my life two years ago. I wanted to be healthy, fit and active...and here we are 120+ pounds down and so much quality added to my life. Believe in yourself! Nothing is impossible and believe me when I say I never imagined I would be where I am today, yet here we are. Do what YOU want with YOUR body! #transformationtuesday #tootyourownhorntuesday #itsmybodyandilldowhatiwant

A post shared by Nicolelosing Fitness (@nicolelosing) on Oct 8, 2019 at 7:21pm PDT

„Ég hafði aldrei orku í að gera neitt og var alltaf móð. Ég átti erfitt með allt og var á mörkunum að fá sykursýki og kæfisvefn og blóðþrýstingurinn var alltof hátt. Ég varð mjög hrædd þegar ég vaknaði einu sinni við það að reyna ná andanum en þá hafði ég hætt að anda í svefni,“ sagði Caperilla.

Hún ákvað að gera eitthvað í sínum málum þegar hún sá mynd sem vinkona hennar hafði tekið af henni. Henni brá mjög svo að sjálfa sig og ákvað þar af leiðandi að stíga á vigtina. 

Henni leið illa, andlega og líkamlega vegna þyngdarinnar og hreinlega ofbauð þegar hún steig á vigtina í janúar 2017. Hún ákvað að magaermi væri rétta leiðin fyrir hana og fór í aðgerð í júní sama ár. Tveimur vikum eftir aðgerðina gat hún farið að hreyfa sig. Hún labbaði allt sem hún fór og fór 5-6 sinnum í viku í ræktina. Hún skipti strax óholla matnum fyrir próteinríka fæðu eins og kjúkling, fisk og baunir. 

View this post on Instagram

#throwBACKthursday enough said.

A post shared by Nicolelosing Fitness (@nicolelosing) on Oct 3, 2019 at 6:27am PDT

Hún fékk mikinn stuðning frá eiginmanni sínum Charlie og nokkrum vinum sínum. Það voru þó ekki allir sem studdu lífstílsbreytingu hennar. „Þó enginn hafi sagt það við mig augnliti til augnlitis þá fékk ég ókurteisar athugasemdir eftir að ég léttist frá fólki í mínum innsta hring. Þau studdu mig ekki neitt. Þau gagnrýndu allt í mínu fari og niðurlægðu mig. Þau dæmdu mig eða grínuðust með fötin sem ég klæddist og sögðu mér að ég væri ekki fullkomin. Þau vor mjög neikvæð,“ Caperilla

Hún ákvað því að slíta vinasamböndum við þá vini sína sem höfðu ekki stutt hana eða gerðu grín að árangri hennar. Í dag er hún mjög stolt af árangri sínum og hjálpar fólki á hverjum einasta degi. 

Hún er líka búin að fara í svuntuaðgerð.
Hún er líka búin að fara í svuntuaðgerð. skjáskot/Instagram
mbl.is