Vigtuðu sig í beinni útsendingu

Jenna Bush Hager og Hoda Kotb vigtuðu sig í beinni.
Jenna Bush Hager og Hoda Kotb vigtuðu sig í beinni. Skjáskot/Youtube

Spjallþáttastjórnendurnir Jenna Bush Hager og Hoda Kotb vigtuðu líkamsþyngd sína í beinni útsendingu af morgunþættinum Today. Bush Hager og Kotb stefna að því að prófa tímabundna föstu og fasta í 16 tíma og borða í 8 tíma. 

Konurnar tvær voru gríðarlega stressaðar áður en þær stigu á vigtina fyrir framan milljónir áhorfenda. Bush Hager sagðist ekki hafa vigtað sig í langan tíma og að henni liði eins og hún væri að stökkva fram af bjargi. Hún eignaðist sitt þriðja barn í ágúst síðastliðnum og er nýkomin aftur úr fæðingarorlofi. Þær héldust í hendur þegar þær stigu á vigtina.

Kotb var um 71 kíló en Bush Hager 77 kíló. 

„Þetta er ástæðan fyrir því að ég vigta mig ekki,“ sagði Bush Hager þegar talan birtist á skjánum og bætti við að hún væri hissa að hún væri um 18 kílóum þyngri en hún hafði skráð í heilsuforritið Fitbit.

„Ég held ég sé tvisvar sinnum þyngri en systir mín. Þú kæmir tveimur Barbörum inn í mig,“ sagði Bush Hager á léttu nótunum. 

Sem fyrr segir ætla Bush Hager og Kotb að prófa nýtt mataræði á dögunum og prófa að fasta 16 tíma á dag. Þær segjast ætla að gera það til að bæta heilsuna. 

mbl.is