Jóhannes og Elmar léttust um samtals 22 kg

Jóhannes Ásbjörnsson, Baldur Rafn Gylfason og Elmar Freyr. Eins og …
Jóhannes Ásbjörnsson, Baldur Rafn Gylfason og Elmar Freyr. Eins og sést á myndinni eru þeir glæsilegir.

Vinirnir Jóhannes Ásbjörnsson og Elmar Freyr fóru í keppni um hver gæti komist fyrr undir 90 kíló. Til þess að átakið væri til einhvers ákváðu þeir að safna hári á meðan. 

Árangurinn lét ekki á sér standa og þegar Jóhannes er spurður að því hvernig þeir hafi farið að þessu kemur í ljós að voru meðal annars á Ketó. 

„Við tókum Ketó allan tímann og minnkuðum skammtana duglega. Og djöfluðumst í ræktinni, jóga og sjósundi,“ segir Jóhannes. 

„Þá er þessu stutta og sérkennilega ferðalagi okkar lokið. Þann 15. nóvember skriðum við niður fyrir 90 kílógrömm. Og hvað höfum við lært? Kannski það helst að ef rétti hvatinn er til staðar, hver svo sem hann er, þá er auðveldara að halda sér við efnið.
Í ljósi þess að við hyggjumst ekki safna hári í nánustu framtíð ákváðum við að leyfa okkur þann munað að fara í almennilega klippingu. Baldur Rafn Gylfason stjanaði við okkur og lét okkur líða eins og fullhærðum þjóðfélagsþegnum í liðlega klukkutíma. Og við erum aftur orðnir sköllóttir,“ segir Jóhannes á Facebook-síðu sinni. 

Áskorunin tók 72 daga og er Elmar nú 89,7 kg og eru 11,7 kg farin. Jóhannes er nú 89,1 kg og léttist um 10,3 kg.

„Það er ljóst að það var ekki nóg að safna hári. Við þurftum dygga leiðsögn. Dísa Dungal þjálfari í Hreyfingu sá um líkamlegu hliðina og barði okkur áfram. Við kunnum henni miklar þakkir fyrir. Hún var reyndar ein af fáum sem var farin að kunna betur við okkur með hár - en við látum það liggja á milli hluta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál